Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 149
Forfallaþjónusta
Gunnar Hólmsteinsson
Forfallaþjónustu í sveitum var komið á með
lögum nr. 32/1979 og tók til starfa um mitt ár
1980. Búnaðarfélag íslands fer með yfirstjórn
hennar í umboði landbúnaðarráðuneytis, en
búnaðarsamböndin ráða starfsfólk, hvert á
sínu svæði. Lögin kveða á um að ráða megi
allt að 60 menn til afleysingastarfa á ári.
Starfsemi forfallaþjónustunnar var með
svipuðum hætti og undanfarandi ár. Mjög fá
álitamál komu til úrskurðar hjá stjórn Búnað-
arfélags íslands.
Mikil eftirspurn var eftir að fá greidd laun
afleysingafólks á árinu, og urðu ársstörf tæplega 72 árið 1990.
í lögum um forfallaþjónustu í sveitum var gert ráð fyrir, að búnaðarsam-
böndin hefðu fastráðið fólk í afleysingastörfum. Það hefur ekki gengið, og
fremur illa hefur gengið að halda í lausráðið fólk. Það hefur því að mestu
orðið að samþykkja fólk, sem heimilin útveguðu sjálf.
Til forfallaþjónustunnar var áætlað á fjárlögum áranna 1981-1985 einsog
fram kemur í töflu. A árunum 1986-1990 var lagt fé til forfallaþjónustunnar
frá Stofnlánadeild landbúnaðarins, með ákvæði í lánsfjárlögum, en með
tilvísun til laga nr. 32/1979.
Áætluð Nýtt
ársverk ársverk
1981 ................................... 25 26
1982 ................................... 33 33
1983 ................................... 38 51,5
1984 ................................... 50 60,6
1985 ................................... 60,0 51,5
1986 ................................... 60,0 65,9
1987 ................................... 60,0 66,1
1988 ................................... 60,0 62,7
1989 ................................... 60,0 72,2
1990 ................................... 60,0 71,6
123