Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 98
broti og fyrr, 232 bls. að lengd með 87 síðna fylgiriti, sem er skrá yfir nöfn og
númer tölvufærðra hrossa hjá Búnaðarfélagi íslands (í tölubanka). Sala
bókarinnar hefur gengið sæmilega, hún varprentuð í 1150eintökum, og um
áramót voru óseld um 300 eintök, síðbúin útgáfa dregur eflaust úr sölu.
í erindasafni Ráðunautafundar 1990 birtist grein eftir okkur Þorkel
Bjarnason, sem nefnist: Staða hrossarœktar, möguleikar til aukinnar arð-
semi. Nú rétt fyrir áramótin skrifaði ég grein um m.a. ýmsar nýjungar í
leiðbeiningaþjónustu í hrossarækt hérlendis. Grein þessi, sem dreift verður
til aðildarfélaga FEIF, nefnist: Horse breeding in Iceland in 1990. í 12 tbl.
Eiðfaxa birtist svo eftir mig grein, sem heitir: Um hugtakaheiti ogfáein orð
að gefnu tilefni, þar var m.a. fjallað um, hvaða íslenskt heiti mætti nota í
stað skammstöfunarinnar BLUP. Annarra ritstarfa minna á árinu hefur
verið getið, nema hvað ég vann með Jóni Trausta Steingrímssyni að
samantekt mótsskrár Landsmóts hestamanna, og nokkur viðtöl, sum
örstutt önnur lengri, birtust við mig í dagblöðunum: Degi, Morgunblaðinu,
Tímanum og DV og í tímaritunum Eiðfaxa og Hestinum okkar. Vegna
athugasemdar (birtist 24. júlí) við viðtal við mig í Degi frá 17. júlí skrifaði ég
grein, sem nefnist: Um Hvannarmál ogfleira og birtist í blaðinu þann 1.
ágúst. Júlíus Brjánsson, dagskrárgerðarmaður á Aðalstöðinni í Reykjavík,
tók við mig langt viðtal, sem útvarpað var beint þann 19. júlí.
Fundir, námskeið og nefndarstörf önnur en Hrossarœktarnefnd: Ég sat
Ráðunautafund B.í. og RALA, sem haldinn var í Bændahöllinni 5. til 9.
febrúar. Hrossaræktin var til umræðu ásamt öðrum búgreinum undir
dagskrárlið, sem nefndist: „Möguleikartil lækkunarbúvöruverðs“, fluttum
við Þorkell Bjarnason þar stutt erindi.
Þann 4. febrúar sat ég aðalfund Félags búfræðikandídata, þar var m.a. til
umræðu niðurstöður nefndar, sem vann að gerð frumvarps um reglur um
lausagöngu búfjár á vegsvæðum. Tók ég til málsí því sambandi og ræddi um
stöðu hrossabúskaparins, hvað slíkar reglur varðaði. Afskipti mín af
málum, er varða hrossabeit, hafa ekki verið mikil á árinu, en þó hef ég rætt
þau mál svolítið við ýmsa aðila þ.m.t. landgræðslustjóra. Ég hef verið í
tengslum við samráðsnefnd um ýmis mál tengd beit hrossa. Landssamband
hestamannafélaga, Félag hrossabænda, Landgræðsla ríkisins og Búnaðar-
félag íslands áttu fulltrúa á þeim fundi nefndarinnar, sem ég sat þann 24.
apríl, en fleiri aðilar hafa komið að þessu starfi svo sem fulltrúar hestaleiga,
sem selja hálendisferðir. Ólafur R. Dýrmundsson, landnýtingarráðunaut-
ur, og ég stóðum að fræðslu- og umræðufundi fyrir héraðsráðunauta um
hrossabeit. Fundurinn var haldinn í Bændahöllinni þann 25. apríl. Ólafur
72