Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 56
í jöfnunarsjóð var innheimt gjald af skurðgreftri ársins 1989, kr. 851.386,
en 23 verktakar greiddu til sjóðsins. Úr sjóðnum var úthlutað til 136 bænda í
56 búnaðarfélögum, samtals að upphæð kr. 789.988.
Eins og á liðnum árum fylgdist ég með árangri mismunandi lokræsluað-
ferða að Hesti í Borgarfirði, en þeirri tilraun er nú lokið, og verður greint
frá niðurstöðum á öðrum vettvangi. Þá leiðbeindi ég á nokkrum stöðum um
gerð og frágang lokræsa.
Á fundi með ýmsum verktökum í skurðgreftri í ágúst sl. kynntum við
Óttar Geirsson þá nýju tækni að nota sk. skurðfræsara til hreinsunar og
viðhalds á gömlum skurðum. Ekki er enn komið í ljós, hvort einhver sér sér
fært að taka þessa tækni upp.
Að venju sótti ég árlegan Ráðunautafund BÍ og Rala, sem haldinn var í
byrjun febrúar.
Meðan á Búnaðarþingi stóð, aðstoðaði ég félagsmálanefnd þingsins.
Undanfarin ár hef ég starfað í stjórn Skorar VIII hjá NJF. Skor VIII ogXI
stóðu fyrir námskeiði hér á landi í ágúst um jarðvegseyðingu, en ásamt
Grétari Guðbergssyni á Rala tók ég þátt í að undirbúa ráðstefnu þessa, sem
stóð í 3 daga, og sóttu hana um 40 manns frá Norðurlöndunum.
I tenglsum við starfið í NJF sótti ég aðalfund Islandsdeildar NJF svo og
fund stjórnar íslandsdeildarinnar með þeim, sem sitja í stjórnum skora fyrir
ísland.
í febrúar sótti ég ráðstefnu Félags íslenskra Náttúrufræðinga um um-
hverfismál og í nóvember námskeið um nytjavatn á vegum endurmenntun-
arnefndar Háskóla íslands.
Dagana 26.-28. október sat ég Náttúruverndarþing sem fulltrúi búnaðar-
málastjóra.
Á liðnu starfsári skrifaði ég grein í Frey um endurbætur á framræslu lands
með sk. vatnsrásum. Þá skrifaði ég grein ásamt Matthíasi Eggertssyni um
ræktun grænfóðurnæpu, en greinin mun koma í Handbók bænda 1991.
Fyrri helming ársins hafði ég umsjón með vikulegum búnaðarþætti í
ríkisútvarpi. Útvarpsráð ákvað á miðju ári að fella þáttinn niður í því formi,
sem verið hefur. En frá og með haustdögum hefur 10 mínútna umfjöllun um
landbúnað verið felld inn í þátt almenns eðlis, sem er á morgnana einu sinni
í viku. Eg tók að mér að aðstoða umsjónarmann þeirra þátta við að útvega
efni, þegar eftir væri leitað.
Hlunnindi.
Æðarrœkt. Á undanförnum árum hefur dúntekja verið að aukast, og á
árinul989 var útfluttur æðardúnn rúmlega 3200 kg, sem er það mesta
síðustu hálfa öld. Það, sem vitað er um útflutning á árinu 1990, bendir til
þess, að framleiðslan verði ekki minni en á árinu á undan, 1989.
Þrátt fyrir það að fugl settist víða seint upp sl. vor og að einstaka svæði
30