Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 199
Mál nr. 8
Frumvarp til laga um breytingar á jarðalögum nr. 65/1976 með síðari
breytingum, -223. mál 113. löggjafarþings 1990.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 24 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing getur ekki fallizt á þær breytingar á jarðalögum, sem
frumvarpið gerir ráð fyrir, og mælir gegn því, að það verði að lögum.
GREINARGERÐ:
Ekki virðast rök fyrir því, eins og gert er ráð fyrir í 1. gr. frumvarpsins, að
greina á milli gjafa, sem beint er til einstaklinga eða félagasamtaka annars
vegar og ríkissjóðs eða opinberra stofnana hins vegar, þegar um er að ræða
samþykki sveitarstjórna og jarðanefnda fyrir gerningnum.
Bent skal á, að 17. gr. jarðalaga heimilar málsaðilum að vísa ákvörðunum
sveitarstjórna og jarðanefnda til landbúnaðarráðuneytis, sem þá sker úr um
réttmæti ákvörðunarinnar. Þetta ákvæði ætti að nægja til að koma í veg
fyrir, að um sé að ræða geðþóttaákvarðanir heimaaðila, sem ekki eiga við
rök að styðjast, samkvæmt tilgangi jarðalaga.
Svipuð rök liggja að baki því, að ekki er unnt að fallast á þá breytingu á
35. gr. jarðalaga, sem frumvarpið gerir ráð fyrir.
Mál nr. 9
Tiilaga til þingsályktunar um stofnrœktun kartöfluútsœðis - 216. mál 113.
löggjafarþings 1990.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 18 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing lýsir eindregnum stuðningi við tillögu til þingsályktunar um
stofnræktun kartöfluútsæðis, 216. mál 113. löggjafarþings, og mælir með
því, að hún verði samþykkt á Alþingi því, er nú situr.
Þingið telur, að til að forðast hrun í ræktun hinna íslenzku kartöfluaf-
brigða, þurfi nú þegar að veita fjárframlag til að tryggja nægjanlegt magn af
heilbrigðu stofnútsæði.
GREINARGERÐ:
Búnaðarþing er mjög samdóma tillögunni um þann vanda, sem steðjar að
kartöflurækt, ef ekki tekst að rækta heilbrigt stofnútsæði. Það var mikið
áfall þessari ræktun, þegar hringrot kom upp hjá stofnræktarbændum við
Eyjafjörð. Þingið leggur áherzlu á, að Rannsóknastofnun landbúnaðarins
og útsæðisnefnd, sem skipulagt hefur stofnræktun og famræktun útsæðis,
fái nauðsynlegt fjármagn til þessa starfs. Mun þar vera brýn fjárþörf strax,
173