Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 75
Bjartur var þar fenginn, afhentur verðlaunagripur á fundi nautgriparæktar-
nefndar í maí.
Á Búnaðarþingi 1990 voru kosnarbúfjárræktarnefndirsamkvæmt nýjum
búfjárræktarlögum frá árinu 1989. I nautgriparæktarnefnd voru kosnir
Guðmundur Steindórsson og Sveinn Sigurmundsson, sem voru í kynbóta-
nefnd áður, og Jón Gíslason, Lundi, Lundarreykjadal og Jón Eiríksson,
Búrfelli, Miðfirði, en þeir voru þar kosnir sem fulltrúar framleiðenda eftir
tilnefningu frá Landssambandi kúabænda. Þá sit ég þar sem formaður
nefndarinnar. Nefndin kom til fyrsta fundar 14. maí. Samkvæmt lögum
tekur nefndin við þeim verkefnum, sem kynbótanefnd áður annaðist, en er
þó verulega víðtækara. Nefndin hefur tekið ákvörðun um að haga störfum
með líku sniði og kynbótanefndin starfaði áður. Það verkefni, sem kallar á
reglulega fundi, er val á nautum frá Uppeldisstöðinni til notkunar á
Nautastöðinni, það þarf að gera þrisvar á ári, og fundaði kynbótanefnd
áður í tengslum við það, og mun nautgriparæktarnefnd gera svo einnig.
Hún kom því til síns annars fundar í nóvember.
Nautastöðin, Uppeldisstöðin. Þeir Diðrik Jóhannsson og Sigurmundur
Guðbjörnsson munu gera nánari grein fyrir starfsemi stöðvanna, sem þeir
veita forstöðu. Mitt helsta starf vegna stöðvanna er að annast fyrsta val allra
þeirra nautkálfa, sem bjóðast fyrir Uppeldisstöðina. Framboð á nautkálf-
um var meira og vonandi einnig betra en nokkru sinni áður á árinu 1990.
Vegna þessa þurfti einkum á síðari hluta ársins að takmarka verulega þann
fjölda kálfa, sem mögulegt var að taka af þeim, sem í boði voru. Rekstur
beggja stöðvanna gekk í meginatriðum með miklum ágætum á árinu.
Fagráð í nautgriparœkt. Eins og fram kom í starfsskýsrslu minni á síðasta
ári, þá var síðla árs 1989 gengið frá samkomulagi um fagráð í nautgriparækt
á milli Landssambands kúabænda og helstu stofnana, sem vinna að
málefnum kúabænda. Eg sit í framkvæmdanefnd fagráðsins, þar sem Stefán
Tryggvason er formaður.
Þó að starfsemi ráðsins hafi ekki verið mikil á árinu, þá bind ég samt
miklar vonir við, að það verði sá vettvangur samvinnu og samstarfs, sern
allri fagstarfsemi í landbúnaði hér á landi ríður mikið á að verði efld sem
mest nú á hinum miklu samdráttartímum, sem eru í landbúnaði hér á landi
og í nálægum löndum. Þetta er eina raunhæfa leiðin, sem slík starfsemi á, til
að reyna að snúa vörn í sókn. Fagráðið gekkst fyrir mjög umfangsmikilli
könnun á viðhorfum kúabænda. Framkvæmd könnunarinnar var að megin-
hluta í höndum nemenda við Búvísindadeildina á Hvanneyri, en þar sem ég
var kennari við það námskeið, þar sem verkið var unnið, kom að nokkru í
niinn hlut að vinna að lokafrágangi þess. Niðurstöður hennar voru birtar í
fjölriti nr. 61 frá Bændaskólanum á Hvanneyri.
49