Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 168
Frá selningu Búnaðarþings 1991. Forseli þingsins, Hjörtur E. Þórarinsson, i rœðustól. Sitjandi
við borðið f.v.: Steinþór Cestsson, sljórnarmaður og fyrsti varaforseti, Steingrímur J. Sigfús-
son, landbúnaðarráðherra, Ólafur E. Stefánssson, skrifstofustjóri þingsins og Júlíus J.
Daníelsson, ritari gjörðabókar. Framan við hann er Páll Sigurjónsson, búnaðarþingsmaður. -
Ljósm. : M.E., Frey.
Búnaðarsambands Suðurlands. Þessa menn býð ég hér með hjartanlega
velkomna til þings.
Þá vil ég geta þess, að stjórn Búnaðarfélags íslands hefur ráðið embættis-
menn þingsins þá sömu og fyrr. Ólafur E. Stefánsson, ráðunautur, verður
skrifstofustjóri og Júlíus J. Daníelsson, ritstjóri Freys, ritari gjörðabókar.
Umgjörð þingsins er gamalkunn og föst í formi, þótt viðfangsefnin séu
síbreytileg og í takt við tímann, vonandi. Reyndar eru ýmsir, sem telja nú,
að tími sé kominn til að breyta Búnaðarþingi að gerð og uppbyggingu,
breikka grunn þess, stytta það ef til vill, kjósa til þess á annan hátt, breyta
vinnubrögðum þess. Og allt er þetta hugsanlegt ogfyllilega leyfilegt að setja
fram hvers konar tillögur, að því tilskyldu þó, að breytingar leiði ekki
auðsæilega til þunglamalegri samkundu og dýrari og tímafrekari vinnu-
bragða.
Búnaðarþing var í upphafi sniðið eftir Alþingi Islendinga. Nú er það þing
að breyta sér allnokkuð, og á að vera í átt til meiri einföldunar og
tímadrýginda. Búnaðarþing þyrfti trúlega að gera slíkt hið sama.
Milliþinganefnd Búnaðarþings og Stéttarsambands bænda hefur starfað
undanfarið og mun skila áliti nú. Þar munu koma fram tillögur um nokkuð
breyttan grunn búnaðarsambandanna og þar með Búnaðarfélags íslands
sjálfs, þar sem (svonefndum) búgreinafélögum er opnuð leið til áhrifa þar til
142