Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 47
Þá er rétt að geta þess, að bæði aðalfundur Hrossaræktarsambands
íslands og Landssamband hestamannafélaga lýstu trausti sínu á hrossarækt-
arráðunautum B.I. ogforystu þessí ræktunarmálum hrossa. Fundirnir tóku
heilshugar undir þær áherslubreytingar, sem gerðar höfðu verið á hrossa-
dómum. Þetta gerði hins vegar ekki aðalfundur Félags hrossabænda. Félag
tamningamanna „lýsti fyllsta stuðningi við Búnaðarfélag Islands og starfs-
menn þess í hrossarækt.“ Þá hafa Búnaðarfélaginu að þessum tilefnum
gefnum borist yfirlýsingar eða bókanir frá öllum hrossaræktarsamböndun-
um, þar er aðeins að finna gagnrýni á dómstörf ráðunauta í ályktun frá
stjórnum tveggja þeirra.
Búnaðarfélagi íslands þykir vissulega mjög miður, að slíkar deilur, sem
hér hafa verið raktar í stórum dráttum, skuli hafa komið upp í jafn
viðkvæmum málum og dómar á kynbótahrossum hljóta alltaf að vera.
Félagið hlýtur að virða þau sjónarmið, sem fram eru sett, enda sé það gert af
sanngirni. Því þótti stjórn félagsins rétt að athuga þessi mál vel, áður en á
þeim væri tekið. Mat hennar var, að ekki væri ástæða til annars en að vinna
áfram með faglegum hætti og eftir bestu samvisku að þeirri stefnu, sem
hrossræktarnefnd hafði markað. Hana þarf að útfæra nánar, og að því er
unnið, m.a. með gerð s.k. stigunarkvarða.
Útgáfa upprunavottorða fyrir íslensk hross varð að nokkru deiluefni, er
stjórn B.I. sagði upp samkomulagi um þetta efni við Félag hrossabændafrá
því í mars 1988. Samkvæmt því samkomulagi fól B.í. F.hrb. að sjá um þá
útgáfu vottorðanna, en Gunnar Bjarnason skyldi undirrita vottorðin í
umboði B.I. Þetta var hugsað til bráðabirgða, og við það miðað, að sá, sem
undirritaði vottorðin, hefði aðsetur hér í Bændahöllinni. Því var það
eðlilegt, að Kristni Hugasyni, hrossaræktarráðunaut, væri falið að hafa
umsjón með útgáfu vottorðanna og undirrita þau og hann tæki við því,
þegar hann flytti aðsetur sitt hingað, hvað hann og gerði á miðju sumri.
Þettafellur enda að öðrum störfum, sem Kristni eru falin, svo sem að sjá um
skráningu hrossa og skýrsluhald og um samskipti við erlenda ræktendur.
Þó að forsvarsmönnum F.hrb. ætti að vera þetta vel ljóst og þeim hafi
verið tjáð, hvað til stæði, töldu þeir, að óeðlilegt hafi verið að segja upp
samkomulaginu einhliða og völdu að snúa sér til landbúnaðarráðuneytisins
með beiðni um breytingu á reglugerð á þann veg, að F.hrb. yrði falið að gefa
út vottorðin. Mál þetta var gripið á lofti af fjölmiðlum ogmjög túlkað áeinn
veg sem aðför B.Í. að F.hrb., sem vildi gera hagsmunafélaginu ómögulegt
að vinna að útflutningsmálum hrossa. Bæði formanni og framkvæmdastjóra
F.hrb. hafði þó þá þegar verið gert ljóst, að B.í. væri reiðubúið til samvinnu
við félag þeirra og m.a. láta það njóta þeirra tekna,sem það hafði haft af
útgáfu vottorðanna, síðan samkomulagið frá 1988 var gert.
Lyktir þessa máls urðu enda þær, að samkomulag náðist á milli aðila,
þannig að starfsmaður F.hrb. fluttist í húsnæði B.í. og sér þar um gerð
21