Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 140
sýslum og V.-Barð., þar sem ég fór í gegn um helstu atriði í framkvæmd
forðagæslu og samræmingaratriði við útfyllingu skýrslna. Þessir fundir eru
ekki síður hugsaðir til að auka tengsl forðagæslumanna heima í héraði og til
að efla tengsl þeirra við búnaðarsamböndin. Hlutverk Búnaðarfélagsins er
fyrst og fremst að vera samræmingar- og úrvinnsluaðili.
Fyrir áramót hafði borist óvenju stór hluti forðagæsluskýrslna fyrir
haustið 1990 og vinnsla þeirra óvenju langt komin. Loks má nefna, að ég
aðstoðaði bæði Bjargráðasjóð og Framleiðnisjóð við úrvinnslu gagna úr
skýrslunum.
Önnur störf.
Ég aðstoðaði við uppgjör jarðabótaskýrslna, en vinna við uppgjör þeirra
hefur vaxið eftir því, sem framlögin dragast saman. Þá vann ég yfirlit um
þróun í fóðuröflun f.o.m. 1981 úr þeim upplýsingum, sem fram koma á
forðagæsluskýrslum. í framhaldi af því samdi ég grein um þróun í votheys-
verkun og votverkun rúllubagga, sem birtist í Frey. Ég vann með nefnd
þeirri, sem samdi drög að frumvarpi til laga um búfjárhald, að samningi
kafla um forðagæslu.
í byrjun árs aðstoðaði ég nokkur búnaðarsambönd (A.-Hún., Kjalar-
nesþings, Suðurlands og Borgarfjarðar) við endurnýjun á tölvubúnaði.
Fleiri búnaðarsambönd höfðu samband við mig, en rétt þótti að bíða
átekta, þar til Ijóst yrði, hvaða kröfur bókhaldsforritin, sem voru í þróun,
gerðu til vélbúnaðar. Málin tóku þó óvænta stefnu, og gengið var frá
tölvukaupum fyrir önnur sambönd án minnar vitundar. Þetta leiðir hugann
að mikilvægi starfslýsinga og þess, að verksvið sé skýrt og boðleiðir séu
skýrar.
Síðast liðið sumar tók ég saman upplýsingar fyrir Iðnaðarráðuneytið um
búskap á þeim svæðum, sem látin voru keppa um staðsetningu nýs álvers.
Ég var prófdómari við Búvísindadeild og vann auk þess lítils háttar að
verkefni hjá Bútæknideild. Þá var ég meðhöfundur að erindi, sem nefndist
Simuleringsmodell för optimering av höberedningen á vegum tækniskorar
NJF á ráðstefnu, sem bar yfirskriftina Datateknik och automatisering i
lantbruket og haldin var í nóvember í Danmörku. Ég sótti hins vegar ekki
ráðstefnuna.
Á árinu sótti ég fjölmarga fundi og kynningar um tölvutækni og stefnu-
mótun í upplýsinga- og tölvumálum. I apríl sat ég fund um hrossabeit,
ásetning hrossa og forðagæslu. Þá sótti ég á árinu námskeið um stefnumót-
un og gerð sóknaráætlana.
Ég sit í fóðurnefnd fyrir hönd félagsins, og hélt hún allmarga fundi á
árinu. Einnig sat ég sem fulltrúi ráðunauta BÍ í kjararáði Félags ísl.
náttúrufræðinga þar til í október.
Ég þakka samstarfsfólki mínu ánægjulegt samstarf á árinu.
114