Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 76
Á síðustu mánuðum ársins hefur verið nokkur vinna í sambandi við
verkefni, sem vonandi koma til framkvæmda á nýbyrjuðu ári í samvinnu við
og með stuðningi Fagráðsins.
Sauðfjárrœktin.
Skýrsluhaldið. Ég hef eins og áður unnið mikið að uppgjöri á skýrslum
fjárræktarfélaganna. Sigurgeir Þorgeirsson mun í sinni starfsskýrslu gera
grein fyrir niðurstöðum úr skýrsluhaldinu.
Síðustu skýrslur frá haustinu 1989 bárust seint, þannig að lokauppgjör
vegna þess árs lá ekki fyrir fyrr en síðla árs 1990. Meira en áður barst af
fjárbókum frá vorinu 1990 til vinnslu á lambabókum í sumar. Þessi þáttur
úrvinnslunnar hefur vaxið jafnt og þétt með hverju ári frá því hann var
tekinn upp fyrir fáum árum. Þetta er jákvæð þróun og tryggir betri úrvinnslu
á skýrslunum og meiri notkun á niðurstöðum þeirra.
Skýrslur frá haustinu 1990 hafa borist vel nú fyrri hluta vetrar. Nú um
áramót er lokið uppgjöri á skýrslum fyrir rúmlega 104 þúsund ær, sem er
öllu fleira en var á sama tíma árið áður. Greinilegt er, að afurðir eftir hverja
kind hafa á síðastliðnu hausti verið meiri en nokkru sinni. Er það framhald
þeirrar þróunar, sem gætt hefur nokkur síðustu ár og á sér vafalítið
fjölmargar skýringar, þó að einn þáttur þess sé árangur ræktunarstarfs
síðustu ára.
Auk uppgjörs á fjárræktarfélagsskýrslum er mikið um ýmiss konar
minniháttar uppgjör fyrir sauðfjárræktina.
Afkvœmarannsóknir. Síðastliðið haust annaðist ég framkvæmdavinnu
vegna meginhluta þeirra afkvæmarannsókna, sem þá voru á Vesturlandi.
Hrútasýningur. Ég mætti sem aðaldómari á hrútasýningum í Austur-
Húnavatnssýslu. Mest af sýningum í sýslunni fór fram sem skoðun hrúta
heima á bæjum. Gerð verður grein fyrir þessum sýningum í Sauðfjárrækt-
inni á sínum tíma.
Ritstörf, fundir og nefndarstörf.
Árið 1990 kom sjöundi árgangur Nautgriparœktarinnar út. I þessu riti er
að finna nánari upplýsingar um flesta þætti í starfsemi á vegum Búnaðar-
félgs íslands í nautgriparækt. Ritið var að þessu sinni 152 síður að stærð.
Meginhluta af efni þessa rits hef ég ritað. Önnur hefðbundin útgáfa á vegum
félagsins, sem tengist þessu starfi, var með líku sniði og áður, gefið var út
nautaspjald í ársbyrjun, og nautaskrá er einnig birt í Handbók bænda. Um
útgáfu sem þá, sem nefnd hefur verið, varðar mestu, að efni komi á réttum
tíma, þannig að upplýsingar megi nýtast þeim, sem þær þurfa að nota. Þetta
hefur tekist með ágætum í nautgriparæktinni á síðustu árum.
Nokkrar greinar skrifaði ég í Frey á árinu, en þó minna en skyldi vegna
anna við önnur störf. Ég tók einnig þátt í að skrifa ásamt fleirum greinar,
50