Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 103
Á undanförnum árum hefur verið rætt þó nokkuð mikið um, að
einkunnir kynbótadóma hrossa væru orðnar of miðlægar, jafnvel svo að
háði tölfræðilegu uppgjöri og upplýsingagildi dómanna, einnig að dómkerf-
ið væri ekki nógu næmt, það næði t.d. ekki að meta bestu hrossin nógu hátt,
ung. Sá stigunarkvarði, sem er fram kominn, felur í sér meiri dreifingu
einkunna en var, hann tekur til þeirrar teygni einkunnakvarðans, sem
náðist á þessu ári, en á fundi Hrossaræktarnefndar þann 18. apríl var
samþykkt bókun um að auka teygni einkunnakvarðans (ná meiri dreifingu í
einkunnir). Við hrossaræktarráðunautar gengum samtaka að þessu verki,
en áttum, er á leið, við verulegan mótbyr að stríða að því, er virtist. Hins
vegar verður að hafa í huga, að eftir að stefnan var mótuð, varð að fylgja
henni þannig, að samræmi yrði í öilum dómum frá sumrinu. Því átti
Hrossaræktarnefnd sem slík ekki að reyna að hafa áhrif á framkvæmdina í
miðjum klíðum. í þessu upphlaupi í hita leiksins var ýmsum atriðum haldið
fram okkur ráðunautum til ávirðinga, og jafnvel var vitnað til samþykkta,
sem hvergi áttu sér stað í bókunum nefndarinnar. Sagt var, að við breyttum
gegn samþykktum Hrossaræktarnefndar í verkum okkar, við hefðum upp á
okkar eindæmi breytt forsendum dóma, mikið færri hross en áður færu í
ættbók og 1. verðlaun, og óeðlilegar sveiflur væru í dómum á milli sýninga í
forskoðun og á milli forskoðunar og síðsumarsýninga. Eftir ýtarlega
rannsókn dómanna í haust, sem alltaf stóð til að gera, kom í ljós, að engin
þessara atriða áttu við rök að styðjast. Auðvitað voru sömu atriði metin sem
jákvæð í byggingu og hæfileikum og áður, og þau sömu talin neikvæð,
áherslurnar voru aðeins auknar, og ómögulegt er að ná sömu meðaltölum
úr út öllum hlutum og áður voru, því að enginn*veit fyrirfram, hver tíðni
hinna ýmsu kosta eða galla verður hjá hrossum, sem koma munu til dóms.
Tölfræðilegar niðurstöður sýna, svo að ekki verður um villst, að næmni
dómkerfisins hefur aukist, fleiri hross t.d. ná 1. verðlaunum og háum 2.
verðlaunum en áður var. Svipaður fjöldi hrossa og áður náði í ættbók.
Tölfræðileg og ekki síður kynbótafræðileg úttekt gefur auk þess til kynna,
að alls ekki hafi verið um neinar umtalsverðar sveiflur að ræða í einkunna-
gjöf á milli sýningastaða, og í heild gefur útkoma þessara rannsókna á
dómunum tilefni til bjartsýni um notagildi nýrra áhersla til aukinna
kynbótaframfara. Þessar niðurstöður voru skýrðar ýtarlega á fundi Hrossa-
ræktarnefndar 19. október og á aðalfundi Hrossaræktarsambands Islands
þar 20. október, og vitaskuld er ég reiðubúinn að gera þingfulltrúum á
Búnaðarþingi grein fyrir þessum hlutum, verði þess óskað.
Þessi mál öll voru þrásinnis rædd við búnaðarmálastjóra og stjórn
77