Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 167
lagi milli ekkju Bjarna og Búnaðarfélags Islands, að það keypti stórt,
nýbyggt hús á Hólmi, og stofnaði þar trésmíðaskóla. Mun þetta m.a. hafa
verið gert í heiðursskyni við minningu Bjarna og hans stórmerka brautryðj-
andastarfs að smíði heimilisrafstöðva. Síðar gaf ekkjan Búnaðarfélagi
íslands alla jörðina.
Þegar ákveðið hafði verið að stofna skólann, tók Valdimar sig upp með
konu og þrjá syni og fluttu frá Reykjavík austur að Hólmi og tók við
forstöðu hins nýstofnaða trésmíðaskóla. Þetta gerði hann m.a. fyrir áeggjan
sýslunga sinna og einnig frá hlið Búnaðarfélags íslands.
Á Hólmi stjórnaði Valdimar trésmíðaskóla í 20 ár, þar af í um það bil 10
ár á vegum Búnaðarfélags íslands. Skólinn var vinsæll, og sóttu hann mjög
margir nemar, einkurn af austan- og norðanverðu landinu, allt piltar og
langflestir úr sveit.
í minningargrein er svo til orða tekið - að skólinn á Hólmi hafi verið fyrsti
verkmenntaskóli á íslandi -. Hvað um það, skólinn gerði mjög mikið gagn,
og þaðan komu fjölmargir þjálfaðir smiðir, sem áttu eftir að taka þátt í þeirri
byltingu í húsagerð í sveitum, sem varð upp úr stríðinu hér á landi.
Valdemar keypti um síðir eign Búnaðarfélags íslands á Hólmi og rak
skóiann fyrir eigin reikning til 1963, en það var síðasta árið, sem hann
starfaði.
Valdemar dvaldi það, sem eftir var ævi, heima í fæðingarhéraði sínu og
lifði til hárrar elli.
Hann andaðist 24. janúar 1991 og var jarðsettur í heimagrafreit á Hólmi,
þann 9. febrúar.
Að minningarorðum þessum mæltum bað forseti viðstadda að rísa úr
sætum og votta hinum látnu þannig virðingu sína.
Síðan mælti forseti á þessa leið:
„Góðir fulltrúar og gestir!
Þetta Búnaðarþing, sem nú kernur saman, er nýtt þing í þeini skilningi, að
fulltrúarnir eru ineð nýtt fjögurra ára umboð frá sínum búnaðarsambönd-
um. Það voru kosningar í sumar og haust. Samt er þingið ekki öllu yngra en
það fyrra í þeim skilningi, að 22 af 25 fulltrúum hafa verið endurkjörnir, en
aðeins 3 eru nýir fulltrúar,* „ungar hálffiðraðir“, eins og Baldur á Ófeigs-
stöðum orðaði það í frægri stöku.
Ég vil nefna þessa „hálffiðruðu“, sem hér eru nú: Eystein Gíslason í
Skáleyjum, annan af tveimur fulltrúum Búnaðarsambands Vestfjarða,
Erling Teitsson á Brún í Reykdælahreppi fyrir Búnaðarsamband Suður-
Þingeyinga og Pál Sigurjónsson á Galtalæk á Landi, einn af fimm fulltrúum
* 21 húnaðarþingsmaöur cndurkjörinn og fjórir nýir. Einn þeirra, Ágúsl Gíslason, ísafirði, hcfur setið öll
Búnaðarþing sfðasta kjörtímabil scm varamaöur. - Ritstj.
141