Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 48
vottorðanna, en þau verðafrá 1. maí undirrituð af ráðunautum, Kristni eða
Þorkatli. F.hrb. nýtur áfram þess hluta af gjaldinu, sem alltaf var ætlað að
verja til kynningar á íslenska hestinum erlendis.
Úttekt á notagildi kynbótamats í hrossarœkt eftir svonefndri BLUP-
aðferð. Árið 1986 fékk B.í. dr. Þorvald Árnason til að leggja kynbótamat á
íslensk hross eftir s.n. BLUP-aðferð, sem hann hafði útfært fyrir hross, og
gerði við hann samning um þá vinnu. Eftir þeim samningi var unnið næstu
þrjú árin. Haustið 1989 veitti Þorvaldur starfsmönnum félagsins aðstoð við
að færa þá útreikninga heim og leyfði notkun á þeirri þekkingu og tækni,
sem hann hefur aflað og þróað á þessu sviði.
Á grundvelli þessa hefur verið birt í ritinu Hrossaræktinni kynbótagildis-
spár og -einkunnir bestu ræktunarhrossanna. Tekið hefur verið tillit til
kynbótamats, sem þannig er fundið við röðun kynbótahrossa á sýningum.
Dr. Þorvaldur er viðurkenndur vísindamaður á þessu sviði á alþjóðlegum
vettvangi. Hann varð fyrstur vísindamanna til að beita BLUP-aðferð við
kynbótamat á hrossum, og þar með varð íslenskt hrossaræktarstarf í
fremstu röð, hvað þetta snertir. Síðar hafa fleiri og fleiri ræktunaraðilar í
a.m.k. átta öðrum löndum tekið að beita þessari aðferð.
Engu að síður hafa nokkrir aðilar hérlendir ýmist dregið í efa ágæti
aðferðarinnar eða beinlínis gagnrýnt hana bæði í ræðu og riti.
Á fundi hrossaræktarnefnar 18. apríl gerði annar fulltrúi F.hrb., sr.
Halldór Gunnarsson, það að tillögu sinni, að nefndin beitti sér fyrir því „að
fram færi hlutlaus og fræðileg úttekt á verkum og kenningum Þorvaldar
Árnasonar, einkum varðandi svonefnda BLUP-reikniaðferð“.
Á þessum fundi flutti dr. Þorvaldur erindi um hrossakynbætur og
kynbótamat á hrossum. í umræðum um málið viðhafði sr. Halldór ummæli
um fræði Þorvaldar, sem hann gat ekki sætt sig við, og taldi, að með þeim
væri vegið að heiðri sínum sem vísindamanns.
í framhaldi af þessu fór dr. Þorvaldur þess á leit við B.Í., að það beitti sér
fyrir slíkri úttekt, sem sr. Halldór hafði gert tillögu um. Hann tjáði
jafnframt, að hann sæi sér ekki fært að starfa frekar fyrir B.í. eða ísl.
hrossarækt, fyrr en verk hans og kenningar hefðu verið metin af til þess
hæfum aðilum.
Þegar svo var komið, sá B.í. sig til neytt aðstanda að umræddri úttekt, þó
að það á engan hátt dragi hæfni Þorvaldar eða ágæti starfa hans í efa.
Haft var samband við sr. Halldór, og sameiginlega báðu hann og B.í.
Háskóla íslands að benda á þrjá hæfa menn til að gefa hið umrædda
fræðilega álit. Raunvísindadeild Háskólans nefndi til þessa: þá dr. Magnús
B. Jónsson, kynbótafræðing, dr. Jón Viðar Jónmundsson, kynbótafræðing,
ogdr. KjartanG. Magnússon, dósent. Þeirhafatekiðþettaaðsér, envinnu
þeirra er ekki lokið, þegar þetta er skrifað.
22