Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 91
gullgóða og hæfa stóðhesta eiga, er henta ræktuninni á Hólum. Vona ég, að
hinir nýju stjórnendur kynbótastefnu á Hólabúi haldi merki okkar for-
veranna á lofti og verndi og bæti kostiAustanvatnastofnsins.
Sem ráðunautur var ég talsmaður ræktunarstarfsins á Hólum. Meðnefnd-
armenn mínir alla tíð, Jón bóndi á Vatnsleysu, sem stóð tryggan vörð um
„bláa blóðið“, eins og sumir kalla, og skólastjórar bændaskólans á hverjum
tíma voru einhuga um starfið, samkomulag ætíð gott. Sama var um
ráðsmenn búsins, sem alltaf sátu fundi með stjórninni. Hins vegar gekk
lengi vel illa að ná tiltrú Skagfirðinga og annarra á ræktun Hólahrossanna.
Með útkomunni í sumar getum við Jón Friðriksson, sem nú kveðjum
Hólahrossin, sæmilega við unað, ef nýju ræktunarreglurnar, sniðnar að
nútímalegri aðferðum og þá minni áhersla lögð á innræktun, verða notaðar
hófsamlega, þ.e. notaðar, ef þörf krefur til að bæta vissa hluti, ná inn
eiginleikum, sem bæta það, sem bæta þarf. Meginstefna verði að viðhalda
hinum bestu eiginleikum, sem lengi hafa prýtt þessi hross.
Glæsileg reiðhöll var vígð á Hólum 4. mars að viðstöddum mörgum
gestum, og Karlakórinn Heimir söng þar vel að vanda, en hófsamlega, svo
að þök fuku eigi af. Ekki gat ég þegið boð um að vera þar.
Á Kirkjubœ voru hrossin mæld og skoðuð 10. nóvember af okkur Helga
Eggertssyni og Jóni Vilmundarsyni. Fallegt stóð sem fyrr, fölöldin undan
Glúmi Goðasyni og Dagfara Náttfarasyni.
Skuggafélagið. Hross voru skoðuð og mæld á Syðra-Skörðugili 15.
nóvember. Eru þar þroskamikil og falleg trippi, og í Borgarfirði mældum
við hrossin hjá félagsmönnum 12. nóvember.
Fjalla Blesi. Gat hvorki heimsótt félagið í vor né setið aðalfund að þessu
sinni, en ráðgert er að vera þar á vori komanda. Þeir félagar temja trippin og
setja betri hryssur undir bestu stóðhesta með það markmið m.a. að eignast
álitlegan stóðhest undan heimahryssu.
Kleifahross koma of lítið við sögu, finnst mér vanta enn sem fyrr að meira
sé tamið. Ég bíð eftir góðri sýningu þeirra og ekki seinna en á næsta
fjórðungsmóti á Vesturlandi. Stóðhesturinn Sviðar frá Heinabergi er
reiðhestsefni, fíngerður foli, en fékk lágt fyrir geð. Hann er nú á seinni
tamningavetri á Stóðhestastöð.
Landsmót L.H. hið ellefta í röðinni og hið áttunda, þar sem ég er
formaður dómnefndar, var haldið á Vindheimamelum i Skagafirði dagana
3.-8. júlí. Var þetta geysistórt í sniðum og fleira af áhorfendum og hrossum
en nokkru sinni fyrr. Forseti íslands heiðraði hestamennskuna í landinu
með komu sinni og þátttöku í glæsilegri hópreið hestamanna. Um undir-
búning, fjölda dæmdra kynbótahrossa og niðurstöður dóma segir nánar í
Hrossarœktinni, 6. hefti.
Stóðhestastöð. Um starfið þar birtist ársskýrsla í 6. hefti Hrossarœktar.
Ég kom á stöðina í 14 skipti á árinu. Aðstaða til athafna batnar sífellt, nýi
65