Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 33
forfalla- og afleysingaþjónustan yröi kostuö af álagi á framleiðsluvörur
0,2% af (A-fl) svína- og aiifuglaafurðum og 0,4% af öðru (B-fl). Þetta hafði
Stofnlánadeildin reyndar greitt nokkur undanfarandi ár.
Gjaldtaka af landbúnaðarvörum hækkaði ekki við lagabreytinguna, þar
sem gjöld til Stofnlánadeildar voru lækkuð sem hinum nýju gjöldum nemur.
Stofnlánadeildin hélt þó tekjum sínum þetta ár til fyrsta desember. Áætlað
er, að hlutur B.I. af þessu nemi 8-9 millj. kr. á næsta ári.
Þessi breytingá lögunum, þ.e. hækkaðurtekjustofn til búnaðarsamband-
anna og B.Í., náðist fram fyrir baráttu B.í. og Búnaðarþings síðustu fjögur
árin. Mest munaði þó um tillögur þingmannanefndar undir forystu Alex-
anders Stefánssonar, alþingismanns, sem skipuð var 1988 til að fjalla um
fjármál B.Í., og að svokölluð sjóðagjaldanefnd, sem landbúnaðarráðherra
skipaði og skipuð var fulltrúum landbúnaðarráðuneytis, Stéttarsambands
bænda og Stofnlánadeildar landbúnaðarins, náði að samræma mismunandi
sjónarmið, sent ríktu á milli ýmissa búgreinafélaga annars vegar og B.í. og
búnaðarsambandanna hins vegar. Athyglisvert er að minnast þess, að þegar
búnaðarmálasjóðsgjald var fyrst til untræðu á árunum 1943-45 var ætlunin,
að B.í. hefði hluta af gjaldinu til félagslegrar starfsemi sinnar, svo varð
einnig fyrsta starfsárið, eftir að lögin frá 1945 tóku gildi. Því var svo breytt
1948, þannig að einungis Stéttarsamband bænda og búnaðarsamböndin
skiptu tekjum af gjaldinu nteð sér.
Barningur fyrir því að fá eðlilegar fjárveitingar til starfsemi B.í. og til
jarðræktar- og búfjárræktarlaga var með svipuðum hætti og áður. Sex
milljónir króna vantaði á launalið héraðsráðunauta og alla fjármuni til að
greiða ferðakostnað héraðsráðunauta frá 1989, sem einnig nam sex milljón-
um. Þetta fékkst hvort tveggja viðurkennt við setningu fjáraukalaga nú í
desember, þá fékk Búnaðarfélag íslands einnig 4,5 milljónir vegna Bú-
reikningastofu, sem að framan er getið.
Mesta þófið í þessum málum var þó við að fá nauðsynlegar viðurkenning-
ar frá fjármálaráðuneyti og fjárveitinganefnd til að gefa út skuldabréf til
bænda vegna ógreiddra jarðræktarframlaga, fyrst vegna framkvæmda 1988,
og síðar vegna þess, sem unnið var 1989. Landbúnaðarráöherra greip til
þess fangaráðs, þegar ógerningur reyndist að fá fjárveitingar til þessara
framlaga, að beita sér fyrir því, að þessar skuldir við bændur yrðu gerðar
upp með útgáfu ríkistryggðra skuldabréfa. Eftir að það fékkst samþykkt í
fjármálaráðuneytinu, stóð í löngu stappi að fá ákveðið fornt og skilmála
bréfanna. Endanlega var ákveðið, að Búnaðarfélagið gæfi bréfin út með
bindandi yfirlýsing frá fjármálaráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti um
greiðslu bréfanna. Sú yfirlýsing var gefin með samþykki fjárveitinganefnd-
ar. Bréfin skyldu vera verðtryggð með jarðræktarvísitölu frá eðlilegwn
greiðsludegi framlaga. Hann var ákveðinn 1. ágúst. Ekki fékkst samþykkt,
að bréfin bæru vexti. Bréfin vegna jarðræktarframkvæmda árið 1988, að
7