Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 239
kindin þá sífellt að reyna að lireinsa nasirnar „snússa sig“ eins og sumir
fjáreigendur nefndu það.
Rödd riðukinda breytist oft, jarmið verður hást og veikt, hverfur
stundum að mestu.
Smám saman verða einkennin gleggri. Kipringur og krampadrættir í
andlitsvöðvum og titringur á haus eykst. Hreyfingar verða óstyrkar, og sé
kindin rekin hratt sést að hana skortir fullt vald yfir hreyfingum og
samræmingu fótaburðar. Gangurinn er álpandi, álappalegur, framfætur ber
hún hátt og er gleiðgeng að aftan og hoppar oft líkt og í hafti á afturfótum.
Kindina virðist skorta vald til þess áð ramræma vöðvahreyfingar, slengist
um koll og fær þá oft krampaflog skamma stund.
Smám saman dregur þrótt úr riðukindum svo að lokum hafa þær ekki afl
til að rísa á fætur. Líkamshiti riðusjúklinga er eðlilegur meðan ekki koma
aðrir sjúkdómar til og þeir virðast hafa fulla skynjun og tilfinningu þó að
þeir geti ekki risið á fætur af sjálfsdáðum.
Eftir að riðuveiki fór aftur að gera vart við sig að loknum hinum
skipulögðu fjárskiptum (1944-1953) hafa einkenni veikinnar breyst nokk-
uð.
Ákafur og stöðugur kláði er oft fyrsta merki þess að riða sé á ferðinni.
Kláðinn getur veriðstaðbundinn á haus, skrokk eða löppum. Oft er kláðinn
svo heiftugur að kindin nagar, nuddar eða rífur sig til blóðs. Er þessi kláði
áþekkur því sem oftast sést við sjúkdóminn „scrapie“ á Bretlandseyjum.
Langtímum saman geta riðukindur nuddað sér upp við staura eða stoðir og
reytt þannig af sér ullina og sár á húðina.
Ef kindum með riðuveiki er klórað þéttfast á síðum eða á baki sýna þær
fróun með því að japla til vörunum og teygja fram snoppuna.
Eftir að riða kom upp aftur eftir fjárskiptin (1944-1953) virðist sem tjón
af völdum veikinnar í einstökum hjörðum sé öllu meira en áður var og
gangur sjúkdómsins hraðari. Hvorutveggja gæti bent til þess að nýr stofn af
smitefninu hafi komið fram.
Riðuveiki í sauðfé er yfirleitt hægferðug, oft líða margar vikur eða
mánuðir frá því fyrstu einkenni koma í ljós og þar til yfir lýkur. Ræður þar
nokkru um hvernig kindin er fyrir kölluð, geldfé þraukar lengst, lambfullar
ær og nýbornar ær þola veikina skemur. Heimildir eru um það að greinileg
sjúkleg einkenni um riðuveiki hafi gengið til baka og síðan komið fram aftur
jafnvel eftir nokkur misseri og dregið kindina þá til dauða. Ekki er kunnugt
um að fé sem fengið hefur áberandi einkenni riðuveiki nái bata, þvert á móti
er reglan sú að sjúklingnum hrakar smám saman, tærist upp, og getur að
lokum ekki risið á fætur. Oft koma aðrir sjúkdómar til einkum lungnabólga
og flýta fyrir endalokunum. Á lokastigi er riðuveiki óhugnanlegur
sjúkdómur. Sjúklingarnirliggjaósjálfbjargaogengjastísífelldumkrömpum
og titringi, samt virðist skynjun þeirra lítt skert.
213