Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 72
Nautauppeldisstöðin í Þorleifskoti
Sigurmundur Guðbjörnsson
Alls voru teknir inn 53 kálfar árið 1990, og
er það 19 fleiri en árið áður. Kálfarnir skipt-
ast þannig eftir landshlutum: Vesturland 6,
Norðurland 20, Austurland 1 og Suðurland
26.
Nautsfeður voru þessir á árinu (fjöldi sona
er innan sviga): Dreki 81010 (1), Tvistur
81026 (1), Kópur 82001 (16), Jóki 82008 (9),
Rauður 82025 (21), Kaupi 83016 (1), Bjartur
83024 (3), Hrókur 83033 (1).
28 naut urðu ársgömul á árinu, og var
meðalþungi þeirra 353 kg og brjóstmál 165
cm. 25 naut fóru til sæðistöku að Nautastöðinni á Hvanneyri: 15. febrúar
fóru 9 naut, 26. apríl 8 naut og 2. ágúst 8 naut. Níu naut fóru í sláturhús.
Störf mín við stöðina voru með svipuðum hætti og undanfarin ár. Fóðrun
gekk vel, og heilsufar var gott, engin vanhöld. Nautauppeldisstöðin er
sóttvarnarstöð, og fara þarf eftir settum reglum. Þar af leiðandi verður allt
hreinlæti að vera í góðu lagi. Kálfakassa og stíur, bæði í móttöku og sóttkví,
þarf að hvítþvo og sótthreinsa á milli kálfa. Hálfsmánaðarlega eru allir
gripir 1 árs og yngri vigtaðir og fóðrið í þá með tiiheyrandi skýrsluhaldi. Við
60 daga aldur og svo aftur 1 árs er hver gripur vigtaður 3 daga í röð til að fá
nákvæmari vigt. Einnig sé ég um hey- og fóðurblöndukaup og móttöku á
því, svo og viðhald á tækjum og búnaði. Á árinu 1990 var málað fjósþak og
hlöðuveggir, einnig lagaðir stallar í aðalfjósi og milligerðir. Kálfa af
Suðurlandi hef ég og sótt sjálfur. Köfnunarefnistankur er í minni vörslu, og
annast ég sæðisdreifingu til frjótækna á Suðurlandi. Fundi kynbótanefndar
hef ég setið á árinu.
Samstarfsmaður minn er Þórfríður Haraldsdóttir, og þakka ég henni vel
unnin störf. Einnig vil ég þakka Jóni Viðari Jónmundssyni og Diðriki
Jóhannssyni ánægjulegt samstarf.
46