Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 96
öryggið við auðkenningu hrossa og þar með skýrsluhaldið um þau. Á árinu
hef ég leiðbeint svolítið um þessi mál.
Þann 7. febrúar lauk ég samningu greinar, sem nefnist: Recording of
horses in Iceland. Fjallar hún unt ýmis atriði í tengslum við skýrsluhaldið í
hrossaræktinni hér á landi og um alþjóðlegt samstarf til vegsauka fyrir
íslenska hestinn og eflingar hrossarækt hérlendis. Grein þessari var dreift til
aðildarfélaga FEIF og hestatímarita erlendis.
í sambandi við nýtt skýrsluhald í hrossarækt var haldinn fundur með
héraðsráðunautum frá næröllum búnaðarsamböndum landsins. Fundurinn
var haldinn þann 7. nóvember, hönnuð voru eyðublöð fyrir skýrsluhaldið,
samdar leiðbeiningar og útbúin skrá yfir öll númer hrossa, miðað við 1.
desember, skráin var fjölrituð og dreift til búnaðarsambandanna. Fyrr á
árinu höfðu verið hönnuð og prentuð ný eyðublöð fyrir skráningu og dóm
kynbótahrossa.
Páll Pétursson frá fjarvinnustofnunni Víst sf. kom að máli við mig 9.
september, en hann vinnur að því að koma upp myndrænum gagnagrunni
fyrir bændur, en þar mun ætlað rúm fyrir hrossaræktina.
í síðustu starfsskýrslu var fjallað lítillega um þá starfsemi nokkurra
einstaklinga að umnúmera ættbókarfærð hross, sem skráð eru með fæðing-
arnúmerum. Hestafólk hefur gefið þessu starfi sinn dóm, sbr. samþykkt 40.
ársþings L.H. og samþykkt aðalfundar Félags hrossabænda 1989, og stjórn
Búnaðarfélags íslands sömuleiðis, sjá bókun frá stjórnarfundi 24. janúar
1990.
Útgáfa upprunavottorða fyrir íslensk hross varð að púðri í höndum þeirra
manna, sem fara fyrir Félagi hrossabænda. Búnaðarmálastjóri rekur gang
þessa máls í yfirlitsskýrslu sinni til þingsins. Staðreyndin er þó sú, að við,
báðir hrossaræktarráðunautarnir, erum alls ekki ánægðir með þann samn-
ing, sem stjórn okkar og forystumenn Félags hrossabænda gerðu á fundi
sínum 27. nóvember um samstarf um útgáfu upprunavottorða. Samkvæmt
ákvæðum í starfssamningum okkar beggja ber okkur að sinna ákveðnum
verkum, er varða útflutning hrossa, hvor með sinn verkþátt, en allt í
samráði við hinn, eins og raunar gildir um öll störf okkar hjá félaginu.
Útgáfa upprunavottorða verður ekki skilin frá öðru skýrsluhaldi búgreinar-
innar, ef nokkurt vit á að vera í vinnubrögðunum, sá aðili, sem fer með
framkvæmd skýrsluhaldsins, getur helst ábyrgst og gefið réttar upplýsingar.
Afskipti Félags hrossabænda af slíkri útgáfu eru óeðlileg, þótt ekki væri
vegna annars en að um hreint hagsmunafélag er að ræða. Skoðanir okkar
Þorkels á þessum málum m.a. komu fram í bréfum okkar til stjórnar
Búnaðarfélagsins, dagsettum 20. júlí og 22. nóvember. Við viljum, að
skrifstofa Búnaðarfélags íslands sjái alfarið um útgáfu upprunavottorð-
anna, en það gefur færi á að hafa nokkuð sérhæfðan starfskraft á skrifstofu,
sem myndi nýtast hrossaræktinni frekar, sem væri ómetanlegt til að flýta
70