Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 254
Halldór Hjálmarsson var nemandi á Stend 1877-1879, en lauk ekki námi.
Hann varfæddur að Reykjum í Mjóafirði íSuður-Múlasýslu 15. maí 1851,
dáinn í Norður-Dakota 4. febrúar 1908. Haildór var eftir heimkomuna frá
Noregi umferðaráðunautur hjá Búnaðarfélagi Suðuramtsinsfrá 1879-1889.
Bjó á Hauksstöðum og í Strandhöfn í Vopnafirði í Norður-Múlasýslu og á
Bakka í Skeggjastaðahreppi í sömu sýslu frá 1881-1887. Eftir það í Norður-
Dakota. Hann kenndi mönnum verklega jarðrækt.
Halldór Páll Jóakimsson var nemandi á Stend 1879-1880, en lauk ekki
námi.
Hann var fæddur í Syðri-Tungu á Tjörnesi í Suður-Pingeyjarsýslu 19.
nóvember 1848, dáinn í Árbót í Aðaldælahreppi í sömu sýslu 6. desember
1927. Stundaði barnakennslu á vetrum í Aðaldal og víðar, en jarðabætur,
vatnsveitur og landmælingar á sumrin.
Páll Eyjólfsson var nemandi á Stend 1879-1881, en lauk ekki námi.
Hann var fæddur á Stuðlum við Reyðarfjörð í Suður-Múlasýslu 16.
nóvember 1958, dáinn við Kandahar, Sask. 6. desember 1923.
Var bóndi á Stuðlum til 1892 að hann fór til Færeyja. Vann þar í nokkra
mánuði við landmælingar fyrir dönsku stjórnina.
Árið 1893 kemur hann til Kanada og bjó fyrst í Park River, N-Dakota,
fluttist svo til Kandahar, Sask. 1904.
Stefán Jónasson var nemandi á Stend 1881, kom þangað í júlí.
Hann var fæddur í Arnarholti í Borgarfirði 18. september 1852, dáinn í
Reykjavík 23. október 1923.
Stefán fór úr skólanum vegna fjárskorts. Hann var í Stafangri 1882-1883.
Einnig virðist sem hann hafi verið í Osló.
Samkvæmt vottorðum frá ýmsum málsmetandi mönnum, þar á meðal
O.J. Grönnestad verkstjóra í Sandvíkurverksmiðju, hefur hann fundið upp
þúfnasléttunarvél. Einnig fær hann viðurkenningu frá Andres Holthe,
amtsdýralækni, um það að hann afli sér framhaldsmenntunar með
sjálfsnámi, og um árangur af því vottar H.A. Hansen cand.filo. í Olsó.
Til Kaupmannahafnar er Stefán kominn 1888 og vinnur þar að því að fá
vél sína framleidda. Hún kom aldrei að notum. Þar vann hann við
verslunarstörf, uns hann kom heim til Islands 1907 eða 1908. Var í
Reykjavík til dánardags, sjúklingur.
228