Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 92
reiðvöllurinn reynist vel, bílastæði aukast þar við, enda veitir ekki af,
aðsókn er mjög mikil á vorsýningar, slík var haldin 5. maí og mannfjöldi
talinn á fjórða þúsund manns. Tókst þar allt vel. Við dóma 2. maí á tömdum
folum vann hluti af hrossaræktarnefnd eða þeir, sem áttu að vinna að
forskoðun og dómum í landsmóti. Aðrir nefndarmenn vildu fylgjast með og
hefði átt að vera í lagi, en var það ekki. Fyrirkomulag þetta er ekki
heppilegt, og verður ekki endurtekið. Þá hillir undir nýtt hesthús. Varð það
fokhelt á haustdögum, en dugnaður Sveins Runólfssonar við að þoka
verkinu áfram er dæmalaus.
Hinn 4. október var að frumkvæði Landgræðslu og Búnaðarfélags
íslands haldin samkoma í Gunnarsholti og fjárveitinganefnd Alþingis og
nokkrum alþingismönnum boðið að sjá framkvæmdir og heyra hljóðið í
ráðamönnum nefndra fyrirtækja, sem stöðinni stýra. Var þetta vel heppn-
að, allgóð aðsókn, og nú er augljóst, að alþingismenn hafa ákveðið að veita
þokkalega upphæð, 6 millj., til byggingarinnar í ár, og með fjárframlagi ca.
2 næstu árin ætti verkið að hafast. Næsta haust verður hægt að taka húsið í
notkun. Það verður stór stund fyrir starfsemi stöðvarinnar.
Aukin aðstaða með nýju hesthúsi kallar á einu til tvo starfsmenn í viðbót,
þar af Iærður maður, sem stjórnað gæti tilraunum í fóðrun, uppeldi,
tamningum, gerð hestabása/stía o.m. fleira. Þá má auka þjónustu við
stóðhestaeigendur með tamningum og þjálfun á folum, eins og örlítill vísir
hefur verið að að undanförnu.
Þá hef ég í huga að gera með félögum mínum athugun á nýjum dómskala
fyrir folöld og ung trippi, einhvers konar stiga eða punktaskala, svo að
hægara verði að samræma unghestavalið. Kynbótadómskalinn á ekki vel
við folöld, enda miðaður við tamin hross.
4. janúar og 2. maí voru allir hestar mældir og vegnir eins og vani er til á
stöðinni. Stóðhesturinn Eldur frá Hólum var seldur til Svíþjóðar á 2
milljónirkr. og3ja vetragelturfoli, Marzfrá Reykjum, á 150 þús. kr. seldur
þangað aftur.
Ársþing L.H. sátum við ráðunautar á Húsavík 26.-27. október. I
kynbótanefnd þingsins voru flestallir þingfulltrúar. Fáeinir þeirra stóðu
ekki við samþykkt nefndarinnar, er til kastanna kom á þingfundi. Var það
allt hið furðulegasta mál.
Fundir og fleira. Sat 16 nefndarfundi og flutti erindi og fleira efni á 16
almennum fundum víða um land. A Stöð 2 kom ég fram í fréttaauka, þegar
sem mest gekk á um dómamál í vor. Þá ritaði ég greinar eða var í viðtölum
hjá hestamannablöðum og búnaðarblaðinu Frey. Aðalritstörfin voru þó
fyrst á árinu um marga þætti starfsins í Hrossarœktinni nr. 5, ársrit 1989.
Námskeið í kynbótadómum voru haldin við bændaskólann á Hvanneyri
undir stjórn Ingimars Sveinssonar, hið fyrra 29.-31. mars, og sóttu það um
66