Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 45
Sama dag og stjórn B.I. ræddi við áttmenningana, ræddi hún ítarlega við
hrossaræktarráðunautana Þorkel Bjarnason og Kristin Hugason, og var þá
einnig farið yfir bréf þeirra til stjórnar félagsins, dags. 20. júlí. Þar kvarta
þeir yfir samstarfserfiðleikum við fulltrúa F.hrb. í hrossaræktarnefnd. Þeir
telj a þá hafa kynnt mj ög undir óánægj u hrossaeigenda með fundahöldum og
öðrum hætti og að auki hafa rofið það samkomulag, sem gert hafi verið á
síðari aukafundi hrossaræktarnefndarinnar um að láta ágreiningsefni kyrr
liggja fram yfir landsmót, m.a. með því að boða til landsfundar um þessi
efni. Þá óskuðu þeir eftir að þurfa. ekki að starfa með þessum mönnum
frekar í hrosssaræktarnefnd.
Stjórnin tók þessi mál fyrir á fundi sínum 17. september, og var þá bókað
eftirfarandi um málið:
„I framhaldi af umræðum og bókun á stjórnarfundi 7. ágúst sl. og
varðandi málefni hrossaræktar sbr. 13. fund, mál nr. 2, gekk stjórnin nú
frá bókun, sem samþykkt var að senda til Einars E. Gíslasonar, sem var
forsvarsmaður þess hóps, sem kom til stjórnarfundarins 7. ág., svo og
öllum öðrum aðilum í hrossakynbótanefnd.
Bókunin var svohljóðandi:
Stjórn Búnaðarfélags Islands hefur haft til athugunar erindi fjögurra
fulltrúa í hrossaræktarnefnd og eins hrossaræktarmanns frá hverjum
fjórðungi, er þeir lögðu fyrir stjórnina á fundi með henni, hinn 7. ágúst
sl., svo og þær kvartanir, sem þar voru bornar fram um framkvæmd
kynbótadóma á hrossum á þessu sumri. Krafa hópsins er í fjórum liðum
og kemur frá fundi, sem haldinn var á Hvanneyri 27. júní. Enn fremur lá
fyrir bréf hrossaræktarráðunautanna Þorkels Bjarnasonar og Kristins
Hugasonar frá 20. júlí, þar sem þeir m.a.lýsa óánægju sinni með samstarf
í hrossaræktarnefnd. Stjórninni hafa einnig borist yfirlýsingar nokkurra
aðila, þar á meðal frá stjórn einnar deildar í Félagi hrossabænda og frá
nokkrum hrossaræktarsamböndum, þar sem átalin eru ákveðin vinnu-
brögð þeirra, sem beitt sér hafa fyrir ámælum á störf ráðunautanna.
Stjórnin telur, að hér sé um alvarlegt deilumál að ræða, sem brýnt sé að
leysa með sátt á milli aðila. Stjórnin telur, að til þess, að svo megi verða,
þurfi aðilar að einbeita sér að faglegum þáttum málsins. Ekki hvað síst
þarf að ríkja sátt innan hrossaræktarnefndar, og skorar stjórnin á alla
nefndarmenn að stuðla að því, þannig að nefndin verði sem starfhæfust.
Varðandi þær kröfur, sem komu frá fundinum á Hvanneyri 27. júní,
tekur stjórnin fram eftirfarandi:
Liður 1
Ekki standa efni til að breyta verkaskiptingu á milli ráðunauta félagsins í
hrossarækt, hún er skýrt ákveðin í erindisbréfum þeirra. Stjórnin telur,
að engin þau rök hafi komið fram, sem styðja þessa kröfu hópsins.
19