Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 144
Engar stórkostlegar breytingar virðast hafa orðið milli ára á stærð
refastofnsins. Þó hefur nokkur fjölgun átt sér stað sums staðar á austan-
verðu landinu.
Minkastofninn er nokkuð stöðugur um þessar mundir.
í apríl sat ég, í boði hundaæðisdeildar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar,
fund hennar í Uppsölum um rannsóknir á hundaæði og fyrirbyggjandi
aðgerðir á norðlægum slóðum. Þar var ég kjörinn samræmingaraðili
stofnunarinnar um rannsóknir á vistfræði heimskautarefa m.t.t. hundaæðis
í Evrópu og Asíu, en annar aðili sér um samræmingu slíkra rannsókna í N,-
Ameríku.
í ágúst sat ég ráðstefnu í Jamestown í Norður-Dakota, Bandaríkjunum,
sem fjallaði um afrán rándýra á vatnafuglum og flutti þar fyrirlestur um þær
Ieiðir, sem farnar eru á fslandi til þess að koma í veg fyrir tjón af völdum
afræningja í æðarvarpi. I þessari ferð notaði ég tækifærið og heimsótti
nokkrar stofnanir í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, sem sjá um að koma í
veg fyrir tjón af völdum villtra dýra, sérstaklega hjartardýra, og hafði þá
hreindýrin á Islandi í huga.
í október sat ég Náttúruverndarþing og í nóvember aðalfund Æðarrækt-
arfélags íslands.
Undirritaður fór nokkrar ferðir út á land, en þó mun færri en æskilegt
hefði verið, sökum anna á skrifstofu. Leiðbeiningar og aðstoð við æðar-
ræktendur og bændur voru að mestu í höndum Þorvaldar Þ. Björnssonar,
og vísa ég til starfsskýrslu hans um þennan þátt starfseminnar.
Hundabú var starfrækt sem fyrr í Helgadal í Mosfellssveit undir umsjón
Hreins Ólafssonar, og voru allmargir hvolpar seldir þaðan til minkaveiði-
manna um allt land.
Ég þakka Þorvaldi Björnssyni, Hreini Ólafssyni, Arnóri Sigfússyni og
starfsmönnum Búnaðarfélags íslands gott samstarf á árinu.
Birtar greinar og erindi á árinu:
Máfar, hrafnar og salmonella. Fréttabréf Búnaðarsambands Sudurlatuls 12 (101 ):2-3.
Endurbirt: Hesturinn okkar 31(1):26 (1990).
Mýgjun máfa. Fréttabréf ríkismats sjávarafurða 7(5):3.
Hlutfall mórauða og hvíta litarafbrigðisins í íslenska refastofninum. Fréttabréf veiðistjóra 6:10-
16.
Máfar, hrafnar, búfé og Salmonella. Fréttabréf veiðistjóra 6:17-18.
Frjósemi íslenska refastofnsins. Fréttabréf veiðistjóra 6:19-27.
Future research on arctic fox ecology. WHOINVI (Sweden) workshop on arctic fox rabies.
Uppsala, 24.-27. apríl 1990, bls. 53-58.
Future research on arctic fox rabies epidemiology. WHO/NVI (Sweden) worksltop on arctic
fox rabies. Uppsala, 24.-27. apríl 1990, bls. 59-62.
Eider farming and predator management in Iceland. Managing Predation to Increase
Production ofWetland Birds. 15.-17. ágúst 1990, Jamestown, North Dakota, bls. 23-24.
Varpstofn sílamáfs og tilraunaveiðar á máfum á suðvesturlandi árið 1990. Sérrit veiðistjóra-
embœttisins nr. 1, 20 bls. (Ásamt Arnóri P. Sigfússyni og Þorvaldi Þ. Björnssyni).
118