Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 227
Saga og útbreiðsla
Hér á landi hefur orðið „riða“ verið notað um nokkra óskylda sjúkdóma í
sauðfé og hefur það valdið nokkrum ruglingi á stundum. Vel þekktur hér á
landi er bakteríusjúkdómur (listeriosis) sem leggst á miðtaugakerfi sauð-
kindarinnar og veldur meiri eða minni lömunum. Þessi sjúkdómur sem nú
er oftast nefndur súrheysveiki eða Hvanneyrarveiki var áður fyrr oft
nefndur „riða“. Hans verður einkum vart meðan fé er á húsi og er oft
tengdur gjöf á skemmdu eða illa verkuðu heyfóðri. Annar sauðfjársjúk-
dómur sem sumstaðar fylgdi í kjölfar mæðiveikinnar og nú hefur hlotið
nafnið „visna“ var áður fyrr oft nefndur „riða“ eða „sunnanriða“. Hér er
um að ræða veirusjúkdóm náskyldan mæðiveiki og var honum útrýmt um
leið og mæðiveikinni.
Fjöruskjögur í unglömbum var áður fyrr nokkuð algengur sjúkdómur á
sjávarjörðum þar sem fé var beitt í fjöru. Þetta er hörgulsjúkdómur, sem
leiðir til vanþroska á miðtaugakerfi. Fjöruskjögurlömb tina oft og riða til,
óstyrk í gangi, því var fjöruskjögur sumstaðar nefnt „riða“.
Þá hefur Parkinsonsveiki í mannfólki, sem er allvel þekktur sjúkdómur
hér á landi stundum verið nefndur „riða“ eða „lamariða“.
Af þessum sökum hefur það stundum valdið ruglingi eða misskilningi
þegar rætt er um sjúkdóminn riðu eða riðuveiki eða eðli hennar og
sérkenni.
Samkvæmt erlendum heimildum virðist riða hafa verið orðin vel þekktur
sjúkdómur í ýmsum löndum Vestur Evrópu, þegar um miðja átjándu öld,
en mest brögð af veikinni virðast hafa verið á Bretlandseyjum.
Óvissa ríkir um upptök riðuveiki hér á landi. Þeir höfundar íslenskir sem
fyrst geta um búfjársjúkdóma í ritum sínunt (Eggert Ólafsson og Bjarni
Pálsson, landlæknir 1772, Magnús Ketilsson, sýslumaður 1778, Magnús
Stephensen 1808 og fleiri) minnast ekki á neinn sjúkdóm sem ætla má að
verið hafi riðuveiki. Sama máli gegnir um rit Jóns Hjaltalíns, landlæknis
1837, Harald Krabbe prófessors 1872 og Snorra Jónssonar dýralæknis 1878.
Þorvaldur Thoroddsen dró saman mikinn fróðleik úr rituðum heimildum
um sauöfjársjúkdóma hér á landi (1919). Hvergi er þar getið um riðuveiki.
í athugasemdum við Iagafrumvarp varðandi skýrsluhald um alidýrasjúk-
dóma, sem lagt var fyrir Alþingi 1905 telur Magnús Einarsson, dýralæknir,
sem þá hafði starfað um 10 ára skeið hér á landi upp 17 sjúkdóma, þar á
meðal ýmsa sauðfjársjúkdóma, sem hann telur ástæðu til að færa á skýrslur,
en ekki er riðuveiki getið í þeirri upptalningu. Það verður því að líta svo á að
fram yfir síðustu aldamót hafi riðuveiki verið lítið þekkt utan Skagafjarðar-
sýslu og ekki talin þýðingarmikill sjúkdómur, en þá var bráðapestin sá
sjúkdómur sem um land allt dró að sér mesta athygli og olli mestu tjóni.
Vitað er að öðru hverju var verið að flytja til landsins sauðfé og kálfa á
nítjándu öldinni og ekki hafa allir slíkir flutningar verið tíundaðir í
15
201