Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 97
verkum við gagnavinnslu og skýrsluhald þ.m.t. útgáfustörf. Ég hef reyndar
trú á, að stjórnendur félagsins leysi þau mál farsællega. Og að sjálfsögðu
mun ég vinna samviskusamlega eftir því samkomulagi, sem náðist, og hef
enda enga ástæðu til annars en vænta góðrar samvinnu við starfsmann
Félags hrossabænda. Sá hluti gjalda, sem innheimt eru fyrir upprunavott-
orðin og verður aflaga, þegar eðlilegur kostnaður hefur verið dregin frá,
ætti að leggjast í sjóð til að fjármagna aukna kynningu á íslenska hestinum
erlendis, sbr. bókun stjórnar Búnaðarfélags íslands frá 17. september.
Kynbótamat. Mikið starf í lok síðasta árs og byrjun þess var tengt
uppsetningu tölvuforrita við gerð kynbótamats á hrossum með svonefndri
BLUP-aðferð. Halldór Árnason, tölvuráðunautur, sá nær alfarið um þau
verk, en fyrri hluta aprílmánaðar unnum við saman að þróun aðferða við
þessa reikninga, sérstaklega við að aðlaga hrossaræktargögnin aðferðinni
til að koma í veg fyrir kerfisbundnar skekkjur. Dr. Þorvaldur Árnason,
búfjárkynbótafræðingur við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar að Ultuna,
veitti okkur margháttaða aðstoð, en hann var þá staddur hér á landi. Hann
var fram á þetta ár sérfræðilegur ráðunautur Búnaðarfélags íslands um
þessi mál, en sagði því upp vegna atvika, sem búnaðarmálastjóri greinir frá í
skýrslu sinni.
Kynbótamat hrossa fyrir árið 1990 var fullbúið 16. apríl og var kynnt á
fundiHrossaræktarnefndar 18. apríl, dreift til búnaðarsambandaá diskling-
um, og í Hrossarœktinni 1989 voru helstu niðurstöður birtar.
Dómsvottorð hrossa fyrir sýningarárið 1989 voru útbúin þegar að
afloknum útreikningunum og send út um mánaðamótin apríl og maí.
Kynbótamat, sem notað var við röðun stóðhesta með afkvæmum á
Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum, var fullbúið 19. júní og kynnt á
öðrum aukafundi Hrossaræktarnefndar 20. júní. Það kynbótamat byggðist
á yfirförnum tölubanka til og með 1989 eins og hitt, en auk þess á öllum
dómum frá forskoðun 1990. Þriðja kynbótamatið, sem reiknað var í ár,
byggðist á tölubankanum og öllum dómum ársins 1990, en frekari yfirferð
tölubankans og samlestur dóma 1990 stendur nú fyrir dyrum. Þessi
áfangakeyrsla var fullbúin 5. október og var kynnt á fundi Hrossaræktar-
nefndar 19. þess mánaðar.
Ritstörf og útgáfa. Stór hluti ritstarfa minna á árinu voru tengd útgáfu
Hrossarœktarinnar, en ég ritstýrði henni sem fyrr. Fyrsta efni í bókina fór í
prentsmiðju þann 15. febrúar, en vegna þess hve upptekinn ég var í öðrum
störfum, sem þurfti að ljúka, áður en hægt væri að taka Hrossarœktina
saman, var það ekki fyrr en 28. apríl, sem hún var fullbúin (til eiginlegrar
prentunar), en verkið í prentsmiðjunni dróst á langinn, þannig að bókin fór
ekki í dreifingu fyrr en í júní, sem er alltof seint. Bókin var í sams konar
71