Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 68
hefði orðið kostnaðarsamt, og lét ég því nægja að taka mun færri myndir
þaðan en ella. Hins vegar eru þessar myndir til og aðgengilegar.
Frá hausti til áramóta vann ég að undirbúningi að útgáfu á skýrslu um
holdanautastofninn í Hrísey (skýrslu nr. 2). Hef ég lokið við að taka saman
ættarskrár og flestar töflur, sem verða í skýrslunni. Var það tímafrekt, því
að skýrslur um gripina hafa ekki verið settar í tölvuvinnslu, enda hjörðin
ekki stór. Texti er enn óskrifaður að mestu. Ég hef fengið heimild stjórnar
félagsins til útgáfunnar og bent á leið til að standa undir kostnaði við hana,
þar sem ferðakostnaður minn varð mun minni en á fjárhagsáætlun.
Aðrar ritsmíðar. Búnaðarblaðið Freyr óskaði eftir að birta tvö erindi,
sem ég hafði flutt í búnaðarþætti í okt. 1989 um hlutdeild nautakjöts í
kjötframleiðslunni. í sama riti birti ég grein um þau holdanaut, sem sæði var
notað úr í landi á árinu, og loks skrifaði ég í grein um heimsókn á
rannsóknarstöð Ira í nautgriparækt og fóðurverkun. Að venju tók ég saman
skrá í Handbók bænda 1991 yfir sæðingarnaut úr Hrísey, sem notuð yrðu á
því ári. Þessara greina er getið í ritskrá, sem nú fylgir starfsskýrslunni.
Búnaðarþing. Eins og áður var ég skrifstofustjóri Búnaðarþings, sem
stóð frá 5.-15. marz. Undirbúningur þess hófst nokkru fyrir þingbyrjun, og
eftir þingið tekur nokkra daga að ganga frá málum í hendur félagsstjórnar
og gögnum til geymslu. Síðan bjó ég Búnaðarþingstíðindi undir prentun í
samráði við búnaðarmálastjóra. I
Búnaðarrit. Búnaðarmálastjóri kom að máli við mig, hvort ég vildi taka
að mér að ritstýra Búnaðarritinu 1990 og eitthvað áfram. Eftir nokkra
umhugsun féllst ég á það, og var það bókað á fundi stjórnar félagsins 17.
maí. Var jafnframt rætt um það, að auk skýrslu búnaðarmálastjóra um störf
félagsins, starfsskýrslur ráðunauta og Búnaðarþingstíðindi, yrði stefnt að
því að birta a.m.k. tvær greinar í ritinu á ári hverju. Eru þá hafðar í huga
vísindalegar og sögulegar ritgerðir eða erindi. Var því fylgt í árganginum
1990, sem kom út í byrjun nóvember. Vann ég að prófarkalestri um
sumarið.
Bœndahöllin. Ég átti áfram sæti í stjórn Bændahallarinnar. Um mitt ár
varð sú breyting á störfum Konráðs Guðmundssonar, framkvæmda- og
hótelstjóra, að hann hætti að eigin ósk sem hótelstjóri Hótels Sögu eftir 26
ára starf. Hann gegnir þó áfram forstjórastarfi Bændahallarinnar, sem nú
hefur aftur tekið að sér allan rekstur Hótels Sögu. Nýtur því Bændahöllin
áfram hins ötula og farsæla starfs hans við þann umfangsmikla rekstur, sem
þar fer fram. Við hótelstjórn tók Jónas Hvannberg, sem var aftur kominn til
starfa á hótelinu eftir nokkurt hlé. Býð ég hann velkominn.
Ég þakka stjórn félagsins, búnaðarmálastjóra, samstarfsfólki og þeim
bændum, er ég átti skipti við á árinu, ánægjulega samvinnu.
42