Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 129
Ferðaþjónusta bænda
Margrét Jóhannsdóttir
Ferðaþjónusta á vegum bænda er tiltölulega
ung atvinnugrein og þróun hennar ör um
þessar mundir. Undanfarin ár hefur rekstur
einstakra bæja og samtaka ferðaþjónustu-
bænda tekið miklum breytingum, þ.e. fleiri
bændur hafa verulegar tekjur af þessari at-
vinnugrein, og sala er afgerandi þáttur í
sambandi við áframhaldandi velgengni. Árið
1990 auglýstu 126 bæir þjónustu sína í bæk-
lingi Ferðaþjónustu bænda, og er það aukn-
ing um 14 bæi frá árinu 1989.
Sala. Fjöldi þeirra erlendu ferðamanna,
sem heimsóttu Island, hefur aldrei verið meiri en árið 1990 eða 141.718,
sem er aukning um 12.000 ferðamenn frá árinu 1989. Ekki er vitað, hversu
stór hluti þessa fólks nýtti sér þjónustu ferðaþjónustubænda, en ljóst er, að
sú vinna, sem lögð hefur verið í kynningu erlendis, skilaði árangri.
Á árinu tóku Islendingar vel við sér. Mikið var hringt á skrifstofuna, og
margir voru greinilega að prófa ferðaþjónustu á vegum bænda í fyrsta sinn.
Má því líta á árið sem eins konar prófár gagnvart landanum.
Nýtingin var æði misjöfn eftir landshlutum, bæði hvað varðar fjölda
gistinátta og dreifingu yfir árið. Bændur létu flestir vel af sér, og ánægjulegt
er til þess að vita, að sums staðar gaf haustið vel af sér, en of stuttur
nýtingartími er eins og kunnugt er eitt helsta vandamál greinarinnar í dag.
Bókanir verða stöðgt stærri þáttur í rekstri skrifstofu Ferðaþjónustu
bænda. Þess má t.d. geta, að sú sala, sem þar fer fram, hefur aukist um
800% frá árinu 1988. Það gefur auga leið, að þessi aukning heimtar breytt
vinnubrögð, ef komast á hjá því að fjölga starfsfólki mikið. í því sambandi
var gert átak í tölvuvæðingu skrifstofunnar á árinu.
Útgáfa. Til kynningar á Ferðaþjónustu bænda árið 1990 voru prentaðir
65.000 bæklingar, og er það töluvert fleiri eintök en áður hafa verið gefin út
og áæltað var að þyrfti. Um mitt sumar var þó orðinn skortur á bæklingum
um allt land, svo að nauðsynlegt var að gefa út einblöðung í 25.000
eintökum.
Auglýsingar. Ákveðið var að gera kynningarátak á innanlandsmarkaðin-
um, og birtust því reglulega yfir sumarmánuðina auglýsingar í Morgunblað-
inu, og leikin auglýsing hljómaði á Bylgjunni. Dregið var úr auglýsingum í