Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 90
Breytingar á stóðhestaeign sambandanna urðu þessar árið 1990:
Nafn á stóðhesti
Þáttur 722, Kirkjubæ
Sörli 653, Sauðárkróki
Eiðfaxi 958, Stykkishólmi
Leistur 960, Álftagerði
Riddari 1004, S.-Skörðugili
Eðall 85157803, Hólum
Kveikur 8615700, Miðsitju
Dagur 84187003, Kjarnholtum
Baldur 84165010, Bakka
Kolgrímur 83187009, Kjarnholtum
Léttir 85157007, Flugumýri
Asi 84157017, Brimnesi
Örvar f.’85, Neðra-Ási
Hjörtur 85165008, Tjörn
Eigandi var
Hr. Skagfirðinga
Hr. Skagfirðinga
Hr. Vesturl. og Dal.
Hrs. Dalamanna (1/4)
Hr. Skagfirðinga
Hólabúið
Jóhann Þorst. o.fl.
Gísli og Olil Stangarh.
Baldur, Albert, Freyja
Magnús Einarsson
Ingmar Ingimarsson
Halldór Steingrímsson
Jón Garðarsson
Ármann Gunnarsson
Afdrif
Felldur
Falinn Sveini Guðmunds.
Keyptur að Hjörsey, Mýr.
Hr. Suðurl. keypti
3 einstakl. keyptu
Hr. Suðurlands keypti
Hr. Skag,- og Suð. keyptu
Hr. Vesturlands keypti
Hr. Dalamanna keypti
Hr. Dal. og A.-Hún. keyptu
Hr. Skagfirðinga keypti
Hr. Skagfirðinga keypti
Hr. Skagfirðinga keypti
Hr. Eyj. og Þing. keyptu
Ráðunautaskipti í hrossarækt urðu hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, er
Helgi Eggertsson, Kjarri, lét af því starfi, en við tók Jón Vilmundarson,
búfræðikandídat, frá Skeiðháholti á Skeiðum. Þakkir færi ég Helga fyrir
góð störf í greininni og vonast fastlega eftir að framhald verði á, við ýmis
tækifæri, þótt lausráðinn verði. Jón er áhugasamur og efnilegur í faginu, og
býð ég hann velkominn. Ég kom, eins og oftast áður, á aðalfundi hjá
Sunnlendingum og Vestlendingum og naut þess vel að fylgjast með þeim.
Stofnverndarsjóður veitti 20% lán og 20% styrki af kaupverði níu
stóðhesta, er samböndin keyptu fyrir samtals 18,454 millj.kr. Verð þeirra
var 2-2 milljón hvers um sig. Alls veitt úr sjóðnum 7,38 millj.kr. Enginn
fundur var haldinn á árinu, fyrri stjórn sjóðsins lögð niður með samþykkt
nýrra laga ’89, en hrossaræktarnefnd hefur málið hjá sér. Var úthlutun
kynnt með bréfi 10. des., en rætt síðan saman í síma 20. des., og verður
formlega gengið frá málinu svo og inntöku nýrra fola á stóðhestastöð á
næsta fundi 1991 (nánar í Hrossar. 6. hefti).
Hrossarœktarsamband íslands hélt aðalfund á Akureyri, 20. október, og
var hann fjörugur með köflum. Gengu af fundi Skagfirðingar, V.-Húnvetn-
ingar og einn Borgfirðingur og sáust ekki meir. Farið var í heimsókn til
Magna bónda í Árgerði í birtuskiptum og litið á nýgræðinginn í búi hans, um
10 folöld með mæðrum sínum, og leit allt vel út. Þá var á Akureyri haldin
góð matarveisla, og áttu allir líflegt og skemmtilegt kvöld að degi loknum.
Var nú formennska falin Austur-Skaftfellingum.
Á Hólabúinu vorum við ráðunautar að mæla og skoða kynbótahrossin 22.
október. Var þar margt af fallegum hrossum og efnilegum. Líta margir
girndaraugum tvo unga hesta (folöld), syni Ljóra 1022 og mæðgnanna Þráar
og Þallar. Kom í ljós, að Sunnlendingar höfðu gert tilboð í jarpan Þráarson,
sem ekki stendur til að selja að svo komnu. Hólabúið þarf að eignast
úrvalsstóðhest fyrir sig og ekki síður til að geta skipt á við aðra, sem
64