Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 200
sem nemur nær 5 milljónum króna, og verði framvegis séð fyrir tekjustofni
til starfsins. Finna þarf nýja staði til stofnræktunar.
Hér er um mjög stórt hagsmunamál kartöfluræktar í landinu að ræða,
sem ekki má dragast að leysa.
Um nánari rökstuðning í málinu er vísað til erindis Sigurgeirs Ólafssonar,
plöntusjúkdómafræðings, á ársfundi Rannsóknaráðs ríkisins 1982 og birt í
Frey, og fylgir það greinargerð þessari.
Mál nr. 10
Frumvarp til laga um ferðaþjónustu. (Lagt fyrir Alþingi á 113. löggjafar-
þingi 1990).
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 24 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing mælir með, að lögfest verði frumvarp til laga um ferðaþjón-
ustu, sem lagt hefurverið fram á 113. löggjafarþingi, með þeim breytingum,
sem fram komu í breytingartillögum samgöngumálanefndar Nd. (246. mál
113. löggjafarþings).
Auk þeirra breytinga, sem þar kveður á um, komi ákvæði í 3. og 4. gr.
frumvarpsins, sem tryggi virk áhrif dreifbýlis í ákvarðanatöku og stefnu-
mótun um ferðaþjónustu. Jafnframt falli niður ákvæði, sem breytingartil-
lögur við frumvarpið gera ráð fyrir, að komi í 12. gr. þess efnis, að minnst
einum þriðja hluta af gjaldi til Ferðamálaráðs af árlegri vörusölu fríhafna í
landinu verði varið til umhverfismála, tengdum ferðaþjónustu.
Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands í samvinnu við Ferða-
þjónustu bænda, að hlutast til um, að þær breytingar, sem bent er á hér að
framan, nái fram við lögfestingu á frumvarpinu.
Mál nr. 11
Drög að reglugerð við lög um búfjárrækt nr. 84/1989.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 20 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing hefur fjallað um Drög að reglugerð við lög um búfjárrœkt á
þskj. nr. 11 og leggur fyrir stjórn Búnaðarfélags íslands að fela þeim, sem
samið hafa drögin, að fullgera reglugerðina. Við það starf verði eftirtalinna
atriða gætt:
1. I 1. gr. bætist alifiskar við upptalningu búfjártegunda. Auk þess tekur
10. gr. einnig til villtra landdýra og ferskvatnsfiska.
2. í 2. gr. sé tekið fram, að búfjárræktarfélög (ogbúgreinafélög, sem kann
að verða falið ræktunarstarf í samþykkt búnaðarsambands) skuli hafa
174