Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 209
Mál nr. 23 - þriðji hluti.
Nefndarálit milliþinganefndar til að endurskoðafélagskerfi landbúnaðarins.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 20 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing samþykkir, að búgreinafélögum verði veitt aðild að búnað-
arsamböndunum, með sömu réttindum og skyldum og búnaðarfélögin, á
grundvelli þeirra tillagna milliþinganefndar, sem fyrir liggja.
Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að samræma félagsform
búgreinafélaganna með því að semja fyrirmyndir að samþykktum fyrir þau
búgreinafélög, sem vilja gerast aðilar að búnaðarsamböndunum, og setja
þeim ákveðnar starfsreglur.
Jafnframt er stjórninni falið að ganga frá nauðsynlegum breytingum á
Iögum félagsins og leggja fyrir næsta Búnaðarþing til afgreiðslu.
GREINARGERÐ:
í tillögum milliþinganefndar er lagt til, að búgreinafélög geti orðið aðilar
að búnaðarsamböndunum með sömu réttindi og skyldur og búnaðarfélög.
Hverjum bónda ber að vera félagi í búnaðarfélagi eða búgreinafélagi, og
geta bændur verið almennir félagar í eins mörgum hagsmunafélögum og
þeir eiga rétt á, en fullgildir félagar teljast þeir þó í því félagi einu, þar sem
þeir kjósa að neyta atkvæðisréttar síns gagnvart viðkomandi búnaðarsam-
bandi.
Árgjöld til búnaðarsambands greiða bændur aðeins í gegnum það félag,
sem þeir eru fullgildir aðilar í.
Með þessari breytingu fá búgreinafélög fulla aðild að búnaðarsambönd-
um til jafns við búnaðarfélög, sem eftir sem áður verða meginuppistaðan í
félagskerfi bænda.
Hins vegar gefst bændum kostur á að velja sér leið inn í búnaðarsambönd-
in og verða þannig virkir þátttakendur í félagskerfinu, og það hlýtur að vera
megintilgangurinn að tengja bændur búnaðarsamtökunum á einhvern hátt,
þótt þeim sé gefinn kostur á að velja sér leið að því marki, sem hver og einn
telur sér henta til að hafa áhril' á framvindu þeirra mála, sem varða
hagsmuni hverrar búgreinar.
Þetta má aftur á móti ekki verða til þess, að bændur skiptist um of upp í
hagsmunaeiningar, heldur þarf að sameina þessi öfl í einn farveg innan
búnaðarsambandanna til að vinna þar sameiginlega að hagsmunum stéttar-
innar.
Þessi skipan mála er hugsuð til að styrkja þann grunn.
183