Morgunn - 01.06.1921, Side 9
Hvcið er oss sagt úr öðram heimi?
Erindi flutt í S. R. F. í. 27. maí 1920.
Eftir Einar M. Kvcircin.
(Nokkuð stytt).
Eftir því sem eg lít á, eru þrjár aðalhliðar á því
máli, sem félag þetta hefir einkum til meðferðar. Ein
hliðin er sannanirnar fyrir tilveru annars heims og fram-
haldslífi mannanna eftir dauða líkamans. önnur hliðin er
þekkingin á sjálfum oss, sambandi voru við likamann,
þeim hæfileikum, er með oss búa o. s. frv. Þriðja hliðin
er þekkingin á þeim heimi, sem vér eigum að fara inn í
eftir viðskilnaðinn við likamann. Um það efni langar
mig til að fara nokkurum orðum í kvöld.
Og þá verð eg að byrja á því, sem eg veit, að ykk-
ur er öllum auðskilið, að eg get ekki gert því nema lítil
Bkil í einu erindi, sem oss er sagt úr öðrum heimi. Bæk-
urnar um það efni skifta áreiðanlega mörgum hundruðum,
en að líkindum þúsundum. Mitt verk hlýtur að þessu
sinni að verða fremur það að vekja athygli ykkar á mál-
inu en að fræða ykkur um það til hlitar.
Annare atriðis verð eg líka að geta, áður en eg sný
mér að aðalefninu. . Vér verðum að gera oss það ljóst og
kannast við, að það er ekki sannað mál, að frásagnirnar
úr öðrum heimi séu réttar. Vér höfum ekki tök á að
reyna áreiðanleik þeirra raeð sama hætti, sem vér reyn-
um, t. d. að taka, endurminningasannanir, svo að því fer
fjarri, að eg treyati mér til að taka að mér ábyrgð á því,
l*