Morgunn - 01.06.1921, Qupperneq 10
4
MORGUNN
sera eg ætla að segja ykkur. Mér er það ljóst, að undir-
vitund miðlanna getur átt svo mikinn þátt í þeim, að þeim
ber að taka með varhygð. Og vel má vera, að ýmsir
fleiri örðugleikar séu á því að fá þessar frásagnir réttar.
En þrátt fyrir þetta virðist mér það sjálfsögð skylda
sálarrannsóknamanna að kynna sér þær sem nákvæmast.
Sú er líka skoðun ýmissa hinna varfærnustu manna í þeim
hóp Svo er um Sir Oliver Lodge. Eins er um prófessor
Hyslop. Áhugi hans á að safna þeim frásögnum og sú virð-
ing, er hann leggur á þær, hefir bersýnilega aukist stór-
um á síðari árum. Og þá er prófessor Bergson. Eins og
eg hefi tekið fram í ritlingi mínurn »Lífi og dauða«, lítur
hann svo á, að þeir tímar geti komið, er einmitt frásagn-
irnar úr öðrum heirni verði mesta sönnunargagnið fyrir
tilveru annars heims, líkt og sögur ferðamanna af ókunn-
um iöndum.
Hvað varkárir sem við viljum vera — og sjálfsagt er
að vera varkár — virðist mér örðugt að komast undan
þeirri skoðun, að þessar frásagnir séu afarmerkilegar. Það
er sannað mál, að framliðnir menn lifa í öðrum heimi.
Þeim hefir tekist að koma gegnum miðlana sönnuuum fyr-
ir því. Allir, sem hafa kynt sér sannana-fyrirbrigðin,
vita, að það er vandasamt og oft örðugt verk. Engin
aönnun er til fyrir því — jafnvel ekki nein veruleg lik-
indi þess — að framliðnum mönnum sé örðugra að segja
okkur að minsta kosti nokkurnveginn rétt frá sumum
sviðum annars heims en að koma með endurminninga-
sannanir. Og framliðnir menn hafa svo som komið fleiru
merkilegu en endurminningasönnunum gegnum miðla.
Þeim hefir t. d. tekist að tala um vísindaleg efni langt
fyrir ofan þekking miðlanna. I þeim efnum var Madame
d’Esperance afarmerkilegur miðill. Þeir hafa komið með
stjarnfræðilegar fullyrðingar, sem enginn maður á jörð-
unni vissi þá að voru réttar, en sönnuðust síðar. Frá öðr-
um heimi kom frásögn um kvikmyndir, er þar höfðu verið
sýndar, áður en nokkur kvikmynd var sýnd hér á jörð-