Morgunn - 01.06.1921, Síða 13
MORGUNN 7
»ára«. Það fer eftir andlegum eiginleikum mannsinB. Lika
munu ýmsir ykkar hafa heyrt getið um það, að mönnum með
mikilli sálrænni viðkvæmni líður illa í viðurvist sumra
manna; sumum er návist einatakra manna nærri því óþol-
andi. Þvi er haldið fram, að það stafi af því, að ára þeirra
manna, sem ónota-tilfinningunni valda, samþýðist svo illa
áru þessara viðkvæmu manna. I öðru lífi eru það and-
legu eiginleikarnir, ;sem einir koma til greina, og þar
verður áran margfalt máttugri en í þessum heimi. Hún
girðir fyrir það, að menn geti haldist við á öðrum svið-
um en þeim, þar sem þeir eiga heima, nema um sérstak-
ar undantekningar sé að tefla.
Sjálfsagt munið þið öll eftir dæmisögu Jesú um mann-
inn, sem ekki var skrýddur brúðkaupsklæðum. Hann
fékk ekki að vera inni í veizlusalnum. Honum var fleygt
út í myrkrið fyrir utan. Sagan er mjög einkennileg. Eg
man það vel, að þegar eg heyrði hana í barnæsku, lá
við, að eg hneykslaðist á henni. Mér veitti svo erfitt að
hugsa mér, að Jesús frá Nazaret teldi fötin skifta svo
miklu máli. Vitaskuld var mér sagt, að þetta væri ekki
annað en dæmisaga. En þá fanst mér hálfpartinn eins
og Jesú hefði mistekist með söguna. Hitt kom mér ekki
til hugar, að neitt gæti verið ónákvæmt eftir honum haft,
því að raér hafði verið sagt, að hinir helgu höfundar
hefðu verið innblásnir af guði og frásagnir þeirra væru
afdráttarlaust áreiðanlegar — og því trúði eg. En kon-
ungurinn hafði sent þjóna sína út á vegamót og látið þá
safna saman til veizlunnar öllum, er þeir fundu. Var
ekki eðliiegt að einhver þessara manna kæmi fátæklega
til fara — að einhver þeirra væri avo snauður, að hann
ætti engin brúðkaupsklæði ? Var þá nokkur sanngirni í
því að fleygja honum út? Svona hugsaði eg þá. Eg geri
ráð fyrir, að realisminn hafi verið ofarlega i mér þá þeg-
ar, þó að eg hefði aldrei heyrt hann nefndan. Til eru
þeir menn, sem hafa kynt sér vandlega frásagnirnar úr
öðrum heimi, og halda, að með brúðkaupsklæðinu hafi