Morgunn - 01.06.1921, Síða 14
8
MORGUNN
Jesús beinlínis átt við áruna. Hún sé sýnilegt tákn hinna
andlegu eiginleika mannsins. Fögur ára sé óhjákvæmi-
legt skilyrði þess að geta haldist við í veizlusal himna-
ríkis. Og hún fari ekki eftir jarðneskum efnahag mann-
anna, heldur eftir því, hvað þeir hafi tamið sér að hugBa
góðar hugsanir og vinna miskunnsöm verk.
Hvað sem nú um þetta er, þá er það bersýnilegt, að
þessar frásagnir og skoðanir koma alls ekki heim við
dómstólinn, sem talað er um í ósjálfráðri skrift ungu stúlkn-
anna. Því fer lika mjög fjarri, eftir öllum þorra frásagn-
anna, að mönnum, sem hafast við á lægstu sviðunum,
hafi verið komið í skilning um, að hlutskifti sitt sé rétt-
mætt, eða að þeir hafi átt nokkurar samræður við tignar
verur.
Hvernig eigum vér nú að líta á þessar og þvílíkar
mis8agnir? Eigum vér að afneita gildi allra frásagnanna
þeirra vegna? Mér finst ekkert vit vera í því. Eg get
ekki hugsað mér annað, en að eitthvað sé líkt um til-
raunirnar til frásagna úr öðrum heimi. eins og t. d. um
tilraunirnar til endurminningaBannana. Sumar þær til-
raunir takast ágætlega, svo að þær hafa sannfært hina
efagjörnustu menn. Aðrar mishepnast átakanlega. Og inn-
an um sannanirnar geta komið aðrar eins fjarstæður,
jafnvel hjá öðrum eins afburðamiðli og frú Piper, eins og
sú, að vitsmunavera, sem tjáir sig vera í'ramliðinn mann,
segist vera persóna, sem aldrei hefir verið til annarstaðar
en í nafnfrægri skáldsögu. Undan sönnununum fáum vér
ekki komist, hvað sem liður vitleysunum. Og mér finst
ekki að eins skynsamlegt, heldur og nokkurnveginn óhjá-
kvæmilegt, út frú sannana-reynslunni, að álykta svo, að
mikill og merkilegur sannleikur sé fólginn i frásögnunum
úr öðrum heimi, þó að margt kunni að vera þar málum
blandað, og þessum frásögnum eigi menn að taka með
mikilli varkámi. Því fremur finst mór ástæða til þeirrar
ályktunar, sem í þessum frásögnum er ekki eingöngu að
tefla um ósamræmi. Það kemur langmest fram i því, sem,