Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 15
MOEÖUNN
9
í vorum augum að minsta kosti, er aukaatriði. Eftir því,
sem eg hefi kynst þessum frásögnum betur, hefi eg sann-
færst um það meira og meira, að samræmið er alveg
yfirgnæfandi. Eg tel mér óhætt að fullyrða, að um þau
atriði, sem mestu máli skifta, sé samræmið merkilega
mikið í þeim frásögnum, sem eg hefi iesið eða hlustað á.
Og svo að eg minnist á reynslu sjálfs mín, skal eg láta
þess getið, að mjög hefir það aukið virðingu mína fyrir fyrir-
brigðunum hjá Indriða Indriðasyni, hve vel frásögnunum,
sem samfara voru öðrum þeim fyrirbrigðum, ber saman
við það, er eg hefi lesið síðar. Eg get þess vegna þess,
að okkur tilraunamönnum var kurmugt um, að Indriði
var gersamlega ófróður um öll þau rit, er að öðrum heimi
lúta, enda voru þau rit sama sem engin til hér á landi
um þær mundir.
Sjálfsagt er að hafa það jafnan hugfast, þegar dæmt
er um þetta mál, að frásagnir, er oss virðast ríða bág
hver við aðra, geta verið, að minsta kosti að einhverju
leyti réttar. Reynsla mannn í öðrum heimi kann að
vera margbreytilegri en oss getur grunað. Til skýringar-
auka ska.l eg taka fram eitt dæmi úr tilraunum okkar
með Indriða. Yið vorum einu sinni sem oftar að tala við
einn af hinum ósýnilegu gestum, sem gerðu vart við sig
hjá honum — þann framliðna manninn, sem var lang-
leiknastur í því að koma með endurminningasannanir.
Þó að hann léti vel af sér, skildist okkur, sem hann væri
fremur stutt kominn. Við spurðum hann, hvort menn
byggju i húsum á þeim stöðvum, þar sem hann hefðist
við í öðrum heimi. Hann sagðist heldur vilja líkja. bú-
stöðum þeirra við hreiður í trjám. Okkur þótti þetta í
meira lagi ótrúlegt, og létum það sem vind um eyrun
þjóta. Og eg man, að þegar við sögðum Indriða frá
þessu, fanst honum þetta vera fáránleg fjarstæða. En síð-
astliðinn vetur las eg fyrsta skiftið þá staðhæfing í ósjálf-
ráðum skrifum, enskum, að á sérstökum landamærasvið-
um sælunnar og vansælunnar hefðust menn við í skóg-