Morgunn - 01.06.1921, Qupperneq 16
10
MORGUNN
■um, og þar séu engin hús. Auðvitað kemur mér ekki til
hugar, að með þessu sé sannað, að ummælin hjá Indriða
hafi verið rétt. En eftirtektarvert er þetta óneitanlega,
og gefur ástæðu til að hafna ekki frásögninni sem sjálf-
sagðri vitleysu. Og þessa leiðina hugsar prófessor Berg-
son sér auðvitað að fara, þegar hann talar um að frá-
sagnirnar úr öðrum heimi geti orðið sterkustu sannanirn-
ar: að athuga hvað kemur hjá miðlum, sem eru með öllu
ófróðir um málið, og bera staðhæfingarnar saman. Þá
leiðina er líka prófessor Hyslop farinn að halda.
0g svo að eg snúi mér aftur að frásögninni um dóm-
stólinn, þá getum vér ekki meira sagt um hana, en að
það er óskiljanlegt, eftir öllum þorra skeytanna, að þar
sé um almenna, því síður undantekningarlausa reynslu
að tefla. En með réttu getum vér ekkert fullyrt urn það,
hvort ekki kann einhver dómsathöfn að fara fram, þegar
sumir menn byrja líf sitt í öðrum heimi. Eins og eg
hefi áður tekið fram, getum vér minst um það vitað, af
voru eigin hyggjuviti, hvað reynsla þessara mörgu miljóna,
sem stöðugt flykkja8t inn í annan heim, kann að vera
mi8munandi. Eg get, t. d. að taka, hugsað mér, að dóms-
hugmyndin sé svo rík í sumurn mönnum, að þeim sé veru-
legt gagn að slíkri athöfn — hún hjálpi þeim til að átta
sig á iífinu, sem fram undan þeim er, og geri þeim auð-
veldara að bera þá örðugleika, sem þeim kunna að mæta.
En þess bið eg ykkur lengstra orða að skilja þetta ekki
svo, sem eg sé að halda þessu að nokkurum manni. Eg
veit sannarlega ekkert um það. Um þetta, eina og svo
mörg önnur atriði, verðum vér að bíða eftir frekari rann-
sóknum og öruggari fræðslu.
Mig langar þá til þess að víkja að því ofurlitla stund,
nokkuð útúrdúraminna en hingað til, hvað okkur er sagt
úr öðrum heimi. En eg ítreka það, sem eg benti ykkur
á í upphafi, að þið megið ekki búast við of miklu.
Fyrst er þá að geta þess, sem öllum ber undantekn-