Morgunn - 01.06.1921, Qupperneq 26
20
M0R6UNK
lendi þar fyrst eftir viðskilnaðinn. Eftir lýsingunum er
þetta svið mjög mismunandi, skuggalegt og gleðisnautt
neðan til, þar sem þeir menn lenda, sem mjög eru illa
undir vistaskiftin búnir, en verður æ viðkunnanlegra, eftir
þvl sem ofar dregur. Margir hafast þar við skamma
stund að eins, en ýmsir eru þar lengi. Mjög algengt virð-
ist það vera um pá framliðna menn, sem gera vart við
sig af þeasu sviði, að þeir tjá sig ekki mundu fáanlega til
að fara inn í jarðlíflð aftur, hvað sem í boði væri, þó að
þeir að hinu leytinu dyljist þess ekki, að mörgu sé ábóta-
vant og að mikið vanti á fullsælu. Aftur á móti eru
aðrir fullir óþreyju og gremju, og sumir geta alls ekki
áttað sig á breytingunni, fyr en eftir nokkurn — misjafn-
lega langan — tíma, og þræta harðlega fyrir það, að þeir
sóu komnir út úr hinu jarðneska lífi.
Fyrir ofan astralsviðið tekur við það svið — eða þau
svið, hvort Bem nú réttara er — sem mjög oft er nefnt
»Sumarlandið« i skeytunum. Þangað koma margir menn
mjög bráðlega eftir andlátið, sumir jafnvel tafarlaust. Fyr-
ir öðrum verður meiri dráttur á því, og drátturinn verð-
ur auðvitað skammur eða Iangur eftir því, hvað vel eða
illa mönnunum gengur að samþýðast þeim heimum, sem
þeir eru nú komnir inn í.
Þessu »Sumarlandi< er lýst i skeytunum sem neðsta
ríki ljóssheima eða sælustaðanna. Mér finst einna yfir-
gripsmesta lýsingin á tilverunni þar, sem eg hefi séð í einni
setningu, sé sú, að lifið þar sé eins og jarðlífið, ef það
væri fullkomið. Menn haga lífi sínu þar, að einhverju
mjög miklu leyti, svipað og hér. Menn njóta sams konar
gæða og unaðar, en í fyllra, æðra og göfugra mæli.
Af því að eg verð, að sjálfsögðu, að fara fljótt yfir,
held eg að hentugast verði, til þess að gefa ykkur nokk-
ura hugmynd um lýsingarnar á þessu »Sumarlands*-lífi,
að velja eina frásögn og láta við það sitja. Eg tek hana
úr sömu skrifunum, sem eg tók hina úr, sem eg hefi þeg-
ar sagt ykkur. 0g hún er svona: