Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 27
MORGUNN
21
»í grænni og gullslitri brekku, ilmandi af margs konar
blómum, er hús með -göflum eftir gamalli tízku, raeð mörg-
um turnum og gluggum. Tré eru þar og grasvellir og í
dalverpinu er stórt vatn og þar leika sér inarglitir og
mjög fallegir fuglar.
í>etta er ekki á þínu sviði, heldur okkar megin við
tjaldið. Ekki væri mikið gagn að því, að eg færi að rök-
ræða það við þig, hve eðlilegt það er, að þessir hlutir séu
hér. Þeir eru hér; og okkur er það mikið undrunarefni,
að mennirnir skuli efast um það, að alt, sem er gott og
yndislegt á jörðunni, sé hér með aukinni fegurð og enn
elskulegri yndisleik.
Á einum turninum stendur kona. Klæði hennar eru
með þeim lit, er heyrir hennar stöðu til, og þann lit þekkið
þið ekki á jörðunni; bvo að eg get ekki sagt þér, hvað
hann er nefndur. En helzt mundi eg segja, að þetta sé
gullinn purpuri; og eg er hræddur um, að þú verðir litlu
nær fyrir það.
Hún horfir út i sjóndeildarhringinn, langt út fyrir vatn-
ið; hinumegin við það eru lágar hæðir, og ljósið skín á
þær. Hún er fögur ásýndum. Vaxtarlag hennar er full-
komnara og yndislegra en nokkurrar konu á jörðunni og
andlit hennar ástúðlegra. Af augum hennar stendur ynd-
islegur ljómi með fjólulitum blæ. Á enni hennar blikar
Bilfurstjarna og sendir frá sér neista sem svör upp á hugs-
anir hennar; þetta er gimsteinninn, sem heyrir til stöðu
hennar. Og ef nokkurs væri vant, til þess að gera feg-
urð hennar fullkomnari, þá kemur það nú fram i löng-
unarsvipnum, sem ekki gerir annað en auka friðinn og
fögnuðinn á andliti hennar.
Þetta er húsfreyjan, og hér á heima fjöldi ungra
kvenna, sem eru undir hennar umsjón og eiga að gera
það sem hún vill og reka hvert erindi, sem hún óskar
eftir, þegar svo ber undir. Því að húsið er mjög rúmgott.
Ef þú athugaðir nú andlit hennar, mundirðu tafarlaust
sjá, að hún er að vonast eftir einhverju. Alt í einu er