Morgunn - 01.06.1921, Síða 30
24
MORGUNN
umhverfÍB þá verður, mun taka á Big meiri yndisleik, af
því að þeir eru nærstaddir*.
Fyrir ofan þetta »Sumarland« taka við önnur svið
Ijósheima, líklegast óendanlega mörg. Oss skilst svo sem
lífið þar 8é enn andlegra. Lýsingar frá þeim sviðum eru
litlar og ógreinilegar, enda fullyrt, að oss verði lítið gert
skiljanlegt um lífið þar; það sé svo ólíkt jarðlífinu.
Einhverstaðar uppi í þeim hæðum er oss sagt að
Jesús Kristur hafi aðsetur sitt. En á >Sumarlandinu«
verða menn hans stundum varir, fá beinlinis að sjá hann,
og jafnvel fullyrt, að hann geti stundum birzt á neðri
sviðum. Stundum eru menn í því skyni fluttir upp á
æðra svið, stundum kemur hann sjálfur niður á »Sumar-
landið*. Eg minni að eins á hinar yndislegu frásagnir
um það efni í »Raymond« og Júliubrófunum, og þeim,
sem ekki hafa lesið þær frásagnir, ræð eg til að gera
það. En mennirnir þurfa að leggja til sjálfir einhver
skilyrði, til þess að geta öðlast þá náð. Eg minnist eins
skeytis, sem eg hefi lesið fyrir nokkuð löngu. Þar er sagt
frá barnasamkomu á »Sumarlandinu«. Jesús kom þangað.
Og börnin sáu hann öll. En fullorðna fólkið gat ekki
séð hann. Mér skildist svo, sem það væri skorturinn á
barnslundinni, með hennar mikla áhrifa-næmi, hennar
viðkvæma lotningar-hæfileik og hennar ljúfa trúnaðar-
trausti, sem hefði byrgt hann fyrir sjónum fullorðnu mann-
anna — jafnvel þarna uppi í »Sumarlandinu«. En um
það skal eg auðvitað ekkert fullyrða.
Mig furðar dálítið á þeirri kórvillu í hugum manna,
sem virðist vera nokkuð algeng, að spíritisminn hafi yfir-
leitt löngun til þess að gera lítið úr JeBú líristi. Eg held,
að með alveg eins miklum rétti megi halda því fram, að
hann haíi meiri tilhneiging til þess að gera mikið úr
honum en allmikill hluti kristinnar kirkju. Eg held, að
mjög margir spíritistar hafi verulegri og ljósari hugmynd
um starf hans og dýrð en margir kristnir prestar. Og eg
minnist þess ekki, að annarstaðar sé um Jesú talað af