Morgunn - 01.06.1921, Síða 31
MORGUNN
25
hjartfólgaari lotningu en í sumum skeytunum frá fram-
liðnum mönnum.
Eg get hugsað mér, að einhverjir sitji með þá spurn-
ing i huganum, hvernig afstaða framliðinna manna sé til
okkar, sem enn dveljumst á jörðinni. Skifta þeir sér
yfirleitt nokkuð af okkur? Því er fljótsvarað: Skeytin
halda þvi afdráttarlaust og einróma fram, að við verðum
fyrir miklum áhrifum úr heimi framliðinna manna, stund-
um góðum og stundum illum. í þetta sinn ætla eg ein-
göngu að benda á góðu áhrifin. Eg er þess ekki fullvís
að þeirra sé betur gerð grein í neinu jafnstuttu máli, sem
eg hefi lesið, en í dálitlum kafla, sem eg ætla nú að lesa
ykkur. Eg tek hann enn úr skrifum sama mannsins, sem
eg hefi sótt frásagnirnar úr, prestsins, sem ávalt leitar
sambands við framliðna menn hempuklæddur í kirkjunni
sinni. Þessi kafli er svo sem nú skal greina:
>Innblástur er orð, sem á einkar vel við, ef það er
rétt skilið, og mjög villandi, ef menn skilja það ekki.
Það er Batt, að við blásum mönnum í brjóst þekking
á sannleik guðs. En það er ekki nema mjög lítið af
sannleikanum. Við gefum mönnunum meira en þetta*
ásamt öðru gefum við þeitn styrk til þess að láta sér fara
fram og til að gera guðs vilja, kærleik til þess að gera hans
vilja af göfugum hvötum, og speki, sem er þekking, runn-
in saman við ástina á því að gera guð9 vilja hiklaust.
Það er ekkert einstakt eða nein undantekning að
menn séu innblásnir. Því að allir, sem reyna að breyta
vel — og þeir eru fáir, sem ekki reyna það að einhverju
leyti —- eru innblásnir af okkur, og öllura hjálpura við
þeim.
Við mundum ekki vilja binda orðið »innblástur« við
þá eina, sem færa heiminum einhvern nýjan sannleik
guðs í glæsilegum orðum, eða einhvern gamlan sannleik
endurfágaðan og gerðan eins og nýjan. Móðirin, sem
stundar barnið sitt í sjúkdómi, vélameistarinn, sem rennir
L