Morgunn - 01.06.1921, Side 40
34
MORGUNN
Beerseba, að Samúel væri falið að vera spámaður Drott-
ins« (t. Sam. H, 20).
Einna glöggastar eru lýsingarnar af þessum sýnum
spámannanna í ritum þeirra Ezekíels og Zakaría, svo og
i ritinu um Daníel. En lýsingar á spámannsástandinu
koma miklu víðar fyrir í Giamla testamentinu.
Þessari sömu leið opinberunarinnar er og víða lýst i
Nýja tejtamentinu. Allir kannast við vitranir Péturs.
Hann hefir átt þessa gáfu á háu stigi, eftir því sem Post-
ulasagan hermir. Má vera, að þess vegna hafi hann ein-
mitt oi'ðið fyrstur allra postulanna til þess að sjá Jesú
upprisinn. En hann sá aðrar stórfeldar sýnir. Þessum
sama hæfileika virðist Páll og hafa átt það að þakka, að
hann snerist úr ofsóknara kristinnar trúar í aðalfrömuð
hennar. Sýnin hjá Damaskus markaði hin miklu tíma-
mót í lifi hans.
Sumt í Nýja testamentinu bendir á, að eigi hafi menn
á þeim tímum viljað telja neinn þann postula, er gat eigi
gert kraftaverk eða einhvers konar tákn, þ. e. var gædd-
ur einhverjum þeim hæfileikum, er einkent höfðu spá-
mennina. Fyrir kraftaverkin er og Jesús hvað eftir ann-
að nefndur spámaður í Nýja testamentinu, og ef það segir
rétt frá, hefir hann sjálfur talið sig í þeim flokki.
Sumir menn hyggja, að Jesús hafi áð upphafi eigi
valið aðra menn í hinn eiginlega lærisveinahóp en þá, er
gæddir voru slíkum hæfileikum. Fyrir því hafi hann og
getað ætlast til þess af þeim, er hann sendi þá frá sór,
að þeir létu ýraisleg tákn fylgja kenningunni (Matt. 10,
1—8). Bersýnilega telur Páll rétt sinn til postuladórasins
vera reistan á hinu sama. Til varnar þeim rétti sínum
ritaði hann eitt sinn þetta: -Postulatákn voru gerð á
meðal yðar í allri þolinmæði, bæði með táknum og undr-
um og kraftaverkum« (2. Kor. 12, 12). Og annað sinn
ritaði hann sama söfnuði: »Er eg ekki postuli? Hefi eg
ekki séð Jesú, drottin vorn?« Hann virðist hafa talið
þetta tvent óhjákvæmilegt skilyrði fyrir að vera postuli;