Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 41
MOSGUNN
35
að hafa séð Jesú upprisinn og geta gert kraftaverk í
einhverri mynd (postulatákn).
Páll virðiet og hafa verið þeim hæfileika gæddur, að
sál hans yfirgaf líkamann í bili og varð ýmist uppnum-
in eða hann frá sér numiun með öðrum hætti. Að
minsta kosti virðist hann hafa trúað því sjálfur (sbr. 2.
Kor. 12 og 1. Kor. 5, 3—4).
Nú eru fæstir »guðsmenn« gæddir slíkum gáfum fram-
ar. Skólalærdómurinn er kominn í staðinn sem skilyrði
fyrir milligöngunni og hinu postullega starfi.
En um leið og náðargáfurnar hurfu úr kirkjunni, tók
og að dofna yfir skilningnum á opinberunarleiðunum, og
hin ranga skoðun að smeygja sér inn, að allri frekari
opinberun væri lokið eða fyrir hana girt.
Á síðari árum hafa ýmsir menn, og þeirra á meðal
guðfræðingar, opnað augun fyrir því, að vísasta leiðin til
þess að skilja spámenn og guðsmenn ritningarinnar, sé
sú, að athuga af nákvæmni hæfileika þeirra nútímamanna,
er líkum gáfum eru gæddir. Fyrir þessa sök er það eink-
um, að hugur minn hefir um mörg ár hneigst svo mjög
að sálarlífsrannsóknunum, eins og þær eru reknar af beztu
rannsóknurunum á vorum dögum.
Af öllum þeim bókum, er eg hefi lesið um þau efni
og lýsa vitranamönnum, finst mér engin jafn »girnileg til
fróðleiks* um það, hvernig slikir menn sjá sýnir, og bók
ein, er eg ætla nú að segja frá. Hefði höfundur hennar
lifað á dögum spámannanna fornu eða postulanna og látið
eftir sig slíkt rit, mundi hann talinn merkilegur vitranamað-
ur og framarlega í hóp »guðsmannanna«.
Hann hét Vincent N. Turvey og átti heima í bænurn
Bournemouth á suðurströnd Englands og er nú látinn
fyrir nokkurum árum (1912, að því er eg veit bezt).
Nefndi hann bókina »The Beginnings of Seership« (þ. e.
byrjun skygnihæfileikans eða ófreskigáfunnar). Kom hún
út 1911.
Hann var fæddur árið 1873 í Southport á Englandi
3*