Morgunn - 01.06.1921, Side 43
MORGUNN
37
var sem það vaknaði upp' úr eins kouar »minni«. Stund-
um fleygði hann slíkri bók frá sér og mælti: »Hvað er
þetta — eg þekki þetta alt«, og þó hafði hann alls ekki
lesið bókina áður. Hann sá »Austurlandamenn« i eins kon-
ar sýnum; þeir komu til hans og rökræddu við hann, og
margt segist hann hafa af þeim lært, en aðallega hafi þeir
sagst »hjálpa honum til þess að kenna sér sjálfur í þessu
lífi, sem nú stæði yfir«. Þeir hafi sannað sig með því að
mæla á sína eigin tungu, en hann fekk boðskapinn frá
þeim þýddan. Hann fekk og merkileg víxlskeyti og telur
þá reynslu hafa fært sér enn meiri sannanir en nokkuð’
það, sem sagt er frá í bókinni.
Það er eins og efnisveggurinn, sem umlykur hin æðri
skilningarvit sálarinnar hafi verið rofinn; hvort það voru
áhrif sjúkdómsins, um það þorði mr. Turvey ekkert að
fullyrða. Hugsanlegt er, að meðfæddar gáfur hans haii
þroskast svona fyrir stöðuga umhugsun um þessi efni og
lestur og reglubundnar íhuganir um mörg ár.
Hann hirti litið um ytri skilyrði; hann sá alstaðar
jafnvel, þegar því var að skifta; var sama, hvort hann
var í kirkju eða gistihúsi. Langbezt gekk honum að sjá
fyrir alókunnugt fólk. Fyrir vini sína gat hann ekkert séð.
Hann taldi sig ekki vera miðil, af því að hann komst
aldrei í sambandsástand (trance) og honum var ekki
stjórnað af veru handan að; aftur á móti virtist hann
stundum geta yfirgefið sinn eigin líkama í bili og náð valdi
á miðli í astral-líkama, sínura. Sjálfur var hann þeirrar
skoðunar, að hæfileikar sínir væru ekki annað en byrjun
á hæfileikum, sem mannkyniuu væri ætlað að eiguast. En
W. T. Stead, sem ritaði rækilegan formála fyrir bók hans,
fanst hinir frábæru hæfileikar hans bera vott um miklu
æðri þroska en svo, að hér gæti verið um byrjunarstig
að ræða.
Bókinni er skift í sjö kafla. Kæðir hver kafli um
sérstaka tegund skygnihæfileikans eða dulgáfu þeirrar, er
mr. Turvey var gæddur. Er þar eigi aðeins sagt frá at-