Morgunn - 01.06.1921, Síða 44
38
MORGUNN
burðum slíkrar tegundar, heldur eru jafnframt prentuð
vottorð og umsagnir viðstaddra manna. Höfundurinn fól
sérstakri nefnd fjögurra manna að bera sjálf frumrit vott-
orðanna saman við það, sem prentað er í bókinni, og til
frekari tryggingar voru því næst öll vottoröin fengin rit-
Btjóra en8ka blaðsins »Light« til geymslu, svo að lesendur
bókarinnar gætu fengið að rannsaka þau, ef þeir rengdu
það, sem skráð er i bókinni. Yflrlýsing frá þessari trygg-
ingar-nefnd er og prentuð í bókinni. Það er framar öllu
þetta, hve frásögur bókarinnar eru vel sannaðar og trygð-
ar með vottorðum, sem gefur bókinni bið mikla gildi.
Vegna heilsuleysis höfundarins átti hann erfitt aðstöðu
um samning bókarinnar. Ritlaun þá hann engin og for-
lagsréttinn gaf hann W. T. Stead, er lét prenta bókina.
Þess er og getið i formálanum, að mr. Turvey hafi aldrei
tekið svo mikið sem eyrisvirði fyrir að nota gáfu sína.
Honum gat því ekki gengið neitt annað til en að
reyna að miðla öðrum einhverju af þeirri þekking, er hann
hafði hlotið fyrir alveg óvanalega hæfileika. Hann vildi
sannfæra menn um staðreyndir, því að þær væru vísasti
vegurinn, til þess að eignast örugga sannfæring um líf
manna eftir líkamsdauðann og æðri veröld. »Vafalaust er
kenning hins sanna spíritisma gimsteinn í kórónu mann-
kynsins«, segir hann; »en sannaðar staðreyndir eru að
minsta kosti gullið, sem gimsteinninn er greyptur í*.
Nú skal eg aegja lítið eitt frá hverjum kafla bókar-
innar fyrir sig.
Fyrsti kaflinn er um vanalega slcygni. Eg hefi þegar
tekið það fratn, að skygnigáfa hans virtist að litlu eða engu
leyti vera háð góðum skilyrðum eða sórstöku umhverfi,
sem þó er alkunnugt um gáfur fiestra miðla. Hann sá
sýnir sinar inni í veitingahúsum, í kirkjum, inni í vögn-
um eða úti, og bezt í návist ókunnugra. Skygnilýsingar
hans voru líkar þeim, er vér sálarrannsóknafélagstnenn í
Reykjavík heyrðum síðastliðið sumar af munni enska mið-
ilsins A. Vout Peters, nema stundum miklu ákveðnari.