Morgunn - 01.06.1921, Side 48
42
MORGUNN
gerst 1. október, en fregnin ekki komið til Englands fyr
en hinn 9.« Höfundurinn vekur athygli lesandans á tvennu
um þennan atburð: í fyrsta lagi á því, að ekki gat þessi
»aðkomumaðurc verið tilorðinn fyrir hugskeyti frá mr.
Blake; í öðru lagi á því, að spádómurinn rættist eftir þrjá
daga. Og hann spyr: Hvað ætti uppreisnarmanninum að
hafa gengið til að senda hugskeyti til óþekts Englendings,
sem hann hafði aldrei heyrt getið um? Hvernig verður
þessi heimsókn skýrð með hugsanaflutningi?
Hitt dæmið er svona. Eg þýði frásögu höfundarins:
»Aðfaranóttina hins 10. eða, 11. dags. októbermánaðar 1906
lá eg í rúminu og var að hugsa. Eg var alls ekki syf-
jaður. Alt í einu varð eg þess var, að eg var ekki einn.
Eg sá ástúðlega konu koma inn í herbergið; var hún í
skínandi hvítum klæðum, eins og af glitrandi músselíni;
hún hélt á einhverjum skartgrip i hendinni, likt og arum-
lilja væri, og á höfðinu bar hún eitthvað, sem var á að
sjá eins og stjarna eða demant. Hún var forkunnarfríð
í andliti. Hún laut yfir mig og mælti: »Mig langar til
þess, að þú lýsir mér fyrir manni í sainkomusalnum á
sunnudaginn. Eg kem núna, til þín, af því að eg get
ekki komið þá; er það fyrir þá sök, að eg er bundin við
hæli, þar sem við tökum á móti litlum börnum á okkar
sviði og hjúkrum þeim, og næsta sunnudag verð eg að
vera þar. Aðgættu mig vel, svo að þú getir munað öll
smáatriði« (hár, nef, augu, munn, aldur, hæð o. s. frv.).
Eg sagði við öjálfan mig: »Sjáðu nú, Turvey, spírit-
isminn er búinn að gera þig vitlausan, hann skapar þér
írayndanir og lætur þig verða fyrir blekkingum*.
Þá mælti >-framliðna konan«: »0-nei, eg er engin
blekking; lýstu mór. Sjá, eg breyti mér í jarðnesku
fötin, til þess að gera það auðveldara*. Því næst virtist
nún slokna, eins og þegar sloknar á raflampa, og þvi
næst kviknaði hún aftur alt í einu; en nú var hún i sel-
skinnstreyju, grænu pilsi, með leðurstígvél, og með eins
konar hatt, með fjöðrum á og hringju. »Líttu á, svona