Morgunn - 01.06.1921, Page 59
MO RGUNN
53
í astral-líkamanum sást hann stundum annarstaðar af
skygnum mönnum, en þegar hann ferðaðist í huglíkaman-
um og starfaði í honum, fjarri jarðneska líkamanum,
sást hann varla nokkurn tíma af skygnum mönnum.
Hann greinir báða þessa æðri líkami mannsins: astral-
likamann og huglíkamann frá tvífaranum, sem sjáist oft
annar8taðar af óskygnum mönnum. í astral-líkamanum
kvaðst hann einkum ferðast, er jarðneski líkaminn svæfi,
enda fari astral-líkaminn ferða sinna, án þess að vitund hins
jarðneska líkaroa viti nokkuð um það. Aftur á móti flnst
honum hann staría með fullri meðvitund í huglíkamanum-
Hann tekur það fram, að hann hafi getað greint lit þeirra
líkama hvors um sig; astral-líkaminn sé blágrár, en hug-
líkaminn ljósgulur.
Fyrir kom það, að nann gat haft líkamleg áhrif á
efnið með huglikama sínum, ef hann gat sogið kraft frá
einhverjum efnislíkama i því herbergi, þar sem koma átti
fram áhrifunum. Að öðrum kosti ekki. Hann segir:
»Þegar »Egc hreyfir efni með huglíkamanum, auk þess
að heyra eða sjá með honum, þá notar »Eg« sálræna orku
(psychic force), sem »Eg« virðist sjága frá álnliðum eða
hnjám miðilsins; er það eins konar rautt, límkent efni*
Að minata kosti virtiBt bvo vera, þegar »Eg* eitt sinn hóf
upp rám með tveim mönnum í og talaði við þá með rödd,
sem heyrðist í loftinu rétt hjá þeim (direct voice). í jarð-
neskum likama mínum hefi eg ekki svo mikinn þrótt, að
eg fái lyft upp litlu barni*.
Reynsla mr. Turvey á þessu sviði er næsta merkileg
og undraverð. Fyrir þessa lýsing hans verður skiljanlegra,
að hann gat náð valdi á miðli og komið skeytum fram af
vörum hans, þó að miðillinn væri langt í burtu frá lík-
ama hans sjálfs.
Þegar hann starfaði í huglíkamanum, fanst honum
hann hafa sams konar skilningarvit eða skynjunarfæri og
i hinum jarðneska líkama. Hann sá og heyrði; hann gat
fundið ilm og hann gat talað. En hann gat ekki altaf