Morgunn - 01.06.1921, Side 63
IORGUNN
57
Þess læt eg þó getið, að þegar gera átti slíka tilraun,
varð fyrst og fremst að fara vel um hinn jarðneska lík-
ama (»Mig«); mr. Turvey varð að sitja i þægilegum stól
eða liggja út ai’, en með fullri meðvitund, og var stund-
um að reykja vindling. Og ekki var til neins að reyna
slíkt, nema hæfileikinn væri starfandi eða i góðu lagi.
Sjálfur gat hann ekki ráðið yfir því. Við slíka tilraun
skiftist hann svo að segja sundur: »Eg« yfirgaf »Mig«,
en milli þessara tveggja hluta vitundarlifsins, ef vér vil-
jum nefna það svo, lá jafnan taug eða strengur, og fyrir
hana gat »Eg« jafnan sent slceyti til »Mig« viðstöðulaust.
Margir miðlar og skygnir menn eða deyjandi hafa lýst
þessari taug, en fáir betur en mr. Turvey. Iíann segir
svo frá henni:
»Þessi taug kemur fram hvert sinn, er »Eg« yfir-
gefur »Mig«. Hún virðist sameina líkamina tvo og liggja
út frá sólarflækju1) annars að hnakkanum á hinum. Hún er
mjög lík þræði í köngullóarvef; en hún er silfurlit og slær
á hana fjólubláum blæ; og hún þenst út og dregst saman
með sama hætti og teygjuband*.
Um þessa taug eða streng er talað í Prédikara Gamla
testamentisins (12,6) og þar nefnd »silfurþráðurinn« og sagt,
að hann slitni í dauðanum, þá er nnaðurinn fer burt til
síns eilífðarhúss«. Kemur það vel heim við trú spíritista
á vorum dögum.
Miðvikudaginn 7. júlí 1907 gerði mr. Turvey tilraun
til að láta verða vart við sig á sambandsfundi í Pokes-
down (í 4 mílna fjarlægð). Segir hann svo frá þeirri til-
raun, að óðara en »Mig« var seztur í sofann, leystist »Eg«
frá og leið burt. T sama bili og »Eg« var að ná fullu
valdi á miðlinum, varð »Mig« fyrir truflun, af háværu tali
i anddyrinu á húsi hans. Við það kiptist »Eg« skyndi-
lega aftur að líkamanum. Mr. Turvey gekk þá út úr
‘) Sólarflækjan (plexus solaris) er Ureiða af taugahuoðum og kvisl -
um ofarlega f kviðholinu. H. N.