Morgunn - 01.06.1921, Qupperneq 70
64
MORGUNN
rétt; hárið var jarpt, en nokkuð ljóst á yngri árura henn-
ar Að hún hafi reynt að komast i. samband við okkur
áður, getur verið rétt, því að við höfum báðir verið á til-
raunafundum, þar sem okkur var sagt fyrir munn miðils-
ins að hún vœri viðstödd, en sannanir fengum við engar.
Það, sem sagt er um líðun hennar, áður en hún dó, er
yfirleitt rétt, en flest þess eðlis, að það er ekki nógu ein-
stætt til þess að geta talist sönnun fyrir yfirvenjulegri
skynjun. Að þjáningarnar væru í'kviðnum var þó alveg
rétt, og er hér að vísu um nokkuð sérstakt atriði að ræða.
Það, sem Peters segir um ljósmyndina, héldum við fyist
að væri rangt, en síðar fengum við að vita, að til er
gömul ljósmynd, sem er eins og hann segir.
Um þessa lýsingu má segja það yfirleitt, að þar sem
hún virðist nokkurnveginn rétt og laus við beinar villur,
þá er hún frekar styðjandi þá skoðun, að hér sé að minsta
kosti um yfirvenjulega skynjun að ræða, en hinsvegar er
hún samt svo ónákvæm og almenn, að ekki er hægt að
vera ánægður með hana.
Lýsingin á ungu stúlkunni á vel við systur okkar,
sem dó úr brjósttæringu árið 1912. Lýsingin á fasi henn-
ar, audlit8lagi og háralit er sæmilega góð, og svo koraa
hér alveg rétt tvö sérstök atriði, nfl. sjúkdómurinn (brjóst-
veiki) og dánarárið. Það er mjög erfitt að hugsa sér, að
það sé af tilviljun, og alveg óhugsandi, að miðillinn hafi
getið sér þess til, að við stæðum í sambandi við unga
stúlku, sem dó úr brjóstveiki árið 1912. Hér virðist óhjá-
kvæmilegt að ály-kta, að annaðhvort hafi ósjálfrátt hug-
skeyti frá okkur frætt miðilinn um þetta, eða að hér sé
um áhrif frá öðrum heimi að ræða. Það er álitamál, hvort
er líklegra
Hin síðasta athugasemd miðilsins um árlegan minn-
ingardfig höfum við ekki getað fundið að hafi við neitt
að styöjast, en vitanlega getur það vel verið eitthvað,
þótt við vituiD ekki til þess..
II. Enslc húfa (Skúli S. Thoroddsen).
»Þetta var styrkur maður, sem var ákveðinn í orð-
um (whose yes was yes, and whose no was no). Snar í
snúningum, og alt, sem hann gerði, vildi hann gera fljótt
og vel. All-hár, heldur gildari en þú og ég. Hann hafði