Morgunn - 01.06.1921, Side 72
66
MORGUNN
hjartanlega; hann var vanur að stinga höndunum í vas-
ana og hlæja, og það gerir hann núna. Hann reið á
hjólhesti, og hann varð fyrir lítilsháttar slysi á hjólhest-
inum, þegar hann meiddi sig í fótinn. Þetta er hann að
segja mér. Hann stingur höndunum í vasana og hlær
hjartanlega«.
Eg veit ekki, hvort nokkurt ]ykkar þekkir ungan
mann, sem drukknaði. — Það er hár, ungur maður, sem
drukknaði. Hann er heldur stór, rauðhærður. Kornung-
ur maður, 20 til 25 ára gamall. Þegar hann drukknaði,
var hann ekki i neinum fötum; hann hefir líklega verið
að synda. [Ekkert okkar kannast við þetta]. Eg hætti
við þetta«.
Athugasemdir:
Lýsingin á útliti og skapferli Skúla sáluga er rétt,
nema í tveimur atriðum: Nefið á honum var ekki lengra
en i meðallagi, og nánustu skyldmenni hans telja hann
hafa verið fremur þunglyndan en glaðlyndan. Raunar
get eg (Jakob Jóh. Smári), sem þekti hann mjög vel i 15
ár, ekki minst þess, að mér virtist hann nokkuru sinni
verulega þunglyndur, í eiginlegustu merkingu þess orðs,
og i sinn hóp gat hann verið glaðvær — en þó mun
varla mega telja hann glaðlyndan að upplagi. Annars er
lýsingin nokkuð almenn og ekki mikið á henni að byggja
út af fyrir sig
Hreyfingar þær, sem Peters telur einkennilegar fyrir
Skúla, þykisr. eg kannast viö, og aðra þeirra (að rétta sig
upp í sætinu) hefi eg fengið staðfesta af manni, sem var
nokkuð oft raeð honum um eitt skeið.
Sundmaður vur hann, þótt ekki kvæði mikið að því,
og kunni að ríða hjóihesti.
Dauða hanB bar brátt að; hann lá í taugaveiki í
réttan hálfan mánuð, en ekki minnist méðir hans þesa,
að það, sem Peters segir um dagana þrjá, hafi við neitt
að styðjast, en raunar getnr það verið fyrir því. — Apríl-
mánuður stendur mér vitanlega ekki í neinu sambandi
við hann; fæðingardagur hans var í marz.
Einna merkilegasta atriðið er frásögnin um slysið á
hjólhestinum. Hefir verið skýrt frá því í »Tímanum« (4.