Morgunn - 01.06.1921, Side 75
JÆORGUNN
69
IV. Innsigli Skúla Magnússonar landfógeta.
• Vitið þið nokkuð um þetta? Það verður mjög erfitt
fyrir mig að elta þetta (follow this up). Það er ómögulegt
að ná í efnið. Það er karlmaður og kona í sambandi við
það. Hafið þið aéð mynd af manninum? [Já, líkneski].
Þetta er maður, sem var í hárri stöðu. I meðallagi stór,
fremur þrekinn, þykkar hendur, búlduleitur i andliti (full
face), breitt enni — maður í hárri stöðu. Eg finn að það
er maður, sem gat skipað; það, sem hann sagði, var gert.
Hann kemur mjög nálægt. Hér er líka kona, sem er eitt-
hvað við þetta riðin. Ekki mjög stór kona, dálítið ljós-
hærð (fair), langt andlit, ljós augu, hárið dálítið ljósbrúnt á
litinn; hún varð grannleit í andliti, áður en hún dó. Hún
var kona, sem þótti mjög gaman að skrauti (fond of be-
autiful things); mér finBt, að eg taki á kniplingum. Hún
hefir sterk áhrif á þetta. Fenguð þér þetta frá henni?
[Nei]. Konan kemur á eftir manuinum [hefir átt hlutinn
síðar]. Eg er kominn burt frá íslandi. Eg er að fara af
landi burt. — — — Þessi hlutur er of langt aftur i tím-
anum (too far back)«.
Athugasemdir.
Um þetta er eiginlega ekkert að segja. Lýsingin er
ekki nákvœm, og okkur brestur þekkingu til að segja með
nokkurri vissu, livort hún geti átt við Skúla fógeta. Um
konuna er okkur og allsendis ókunnugt. Þar aem Mr.
Peters segist vera »kominn burt frá Islandi«, gæti það Att
við utanferðir Skúla, en af innsiglinu mátti aennilega ráða,
aö eigandinn heföi verið maður í hárri stöðu,
V. Ljósmynd (Kristbjörg Gunnarsdóttir).
»Það kemur til min stúlka. Hún er ekki stór, dálítið
kringluleit, dökt hár, lftið nef, varirnar dáiítið þykkar, mjög
glaðlynd og hýr (bright), og eg finn að henni þykir gam-
an að sönglist. Henni þótti gaman að bókum og blómum,
en dauðann bar brátt að. Eg næ ekki andanum, og það
er einhver truflun ofan til í höfðinu (the top part of th