Morgunn - 01.06.1921, Síða 77
MORGUNN
71
vík — harla óliklegt, að hann hafi ekki vitað það, að spít-
alar hafa all-lengi verið til í Reykjavík —, og þetta, í satn-
bandi við oiðatiltækið »raðir af rúmum*, virðist benda á
tilraun af hálfu hinnar framliðnu í þá átt, að láta í Ijós,
að hún hafi ekki dáið á eiginlegum spítala, heldur í húsi,
8em notað var um stundarsakir sem spítali, nfl. Barnaskól-
anum. Athugunarvei’t er og, að lengd rúmlegunnar stend-
ur alveg heima.
Þesa skal getið, að myndin var ekki af stúlkunni, en
hún hafði átt hana.
VI. Vasdbák (Síra Jakob Guðmundsson).
»Þessi maður átti mjög annríkt, starfaamur maður og
gáfaður. Hann átti í miklum erfiðleikum á yngri árum.
Hann var mjög gáfaður. Það er skrítið — hann fitlar
við blýant, eins og eg núna, teiknar þríhyrninga, mikill
stærðfræðingur; hann átti eitthvað við stærðfræði og eitt-
hvað, að eg held, við byggingar (construetion). Mér finst
eg þurfa að halda á blýantinum í hendinni. Hann átti
við mikla erflðleika að stríða.. Danmörk kom honum eitt-
hvað við — að hverju leyti, veit eg ekki. Hafi hann
verið Islendingur, þá heflr hann mentast eitthvað í Dan-
mörku. Hann var ekki mjög stór maður, fremur gildur,
andlitið fremur kringluleitt, augun ljós, breitt enni. Þótt
skrítið sé, finti eg að hann er í þykkum fötum; mér finst
það gara mig þunglamalegan. Það er til ljósmynd af
honum. Er eg að lýsa afa yðar? [Já]. Það er til ljós-
mynd af honum, en eg held ekki að þér eigið liana. Eitt-
hvað í flatarmálsfræði og stærðfræði. Það er til góð, stór
ljósmynd af honum. Fötin eru þyngri en okkar, og hann
sýnir tnér úrfesti. Hann átti í einhverjum smáerjum við
danska menn eða dönsku stjórnina. Hann var gáfaður
rnaður. Hanu var vel að sér í tungumálum. Eg finn að
hann talaði dönsku og líka ensku og þýzku [Sennilega],
og hann kunni eitthvað i latínu. Eg fæ þetta alt frá
honum. Þér eigið marga hluti, sem hann átti [Jakob ef-
ast um það]. Eigið þér nokkrar bækur, sem hann átti?