Morgunn - 01.06.1921, Side 78
72
MORGUNN
[Já]. Þér eruð dálítið líkur honum, en hann var atærri
(bigger) maður [J. lætur þess getið, að sér hafi verið sagt,
að hann væri líkur afa sínum]. Um eitt skeið hafði hann
kinnaskegg (whiskers). I nafni hans er GL J. (Gr. J. haa
something to do with his name) [Já, upphafsstafirnir í öf-
ugri röð]. Hver er Elísabet? Einhver, sem honum kem-
ur við — Elísabet frænka? Eg fæ líka nafnið María.
[Við könnumst ekki við þessi nöfn]. — Það er til hring-
ur, sem hann átti; eg held ekki, að þið eigið haun, en
hann er til — gullhringur«.
Athugasemdir:
Það kann að virðast óheppilegt, að hér er um vasa-
bók að ræða, vegna þess að miðillinn kynni að hafa orð-
ið einhvers vísari með því að líta í bókina. Hann opn-
aði hana líka sem snöggvast, en hélt henni síðan að
mestu fyrir aftan sig. Bókin heitir »P. Holt: Lommebog
for Landmænd, 1877«, og er þetta prentað framan á
spjöld hennar, en fremst í henni er (prentað) almanak og
ýmsar töflur í síðari part bókarinnar hefir síra Jakob
ritað ým8ar athugasemdir og reikninga, og mætti með
góðri athugun vetða nokkru fróðari um manninn af þeim,
en óhugsandi virðist okkur, að Peters hafi getað grætt
nokkurn hlut á því, að opna bókina að eins sem snöggv-
azt og, að því er okkur sýndist, án nokkurrar sérstakrar
athygli. Þar á ofan minnir sum okkar, að hún hafi opn-
ast þar, sem almanakið er, þótt ekki viljum við leggja
neina áherzlu á það. Bókin er gjöf til síra Jakobs frá
P. Feilberg, og hefir síra Jakob ritað framan á hana:
»Til P. Feilberg*, en síðan vísu á dönsku, og loks þar
undir fangamark sitt »J. Gl.« I þessarri opnu eru og enn
fremur rituð nöfnin »Feilberg« (tvisvar), »Tómas Tómas-
son« (tvisvar) og »Pétur« (einusinni). Virðist því nokkuð
leggjandi upp úr fangamarkinu öfuga (»G. J«), því að
þótt bókin hefði opnazt á þessum stað, þá hefði legið
næst að álykta, að eigandinn hefði heitið Feilberg, en
gefandittn J. G. Það virðist veikja nokkuð orð Peters
um stærðfræðishæfileika síra Jakobs — þótt hann væri
að vÍ8u altvel að sér í stærðfræði — að í bókinni eru
ýmsir reikningar og tölur, sem vel mætti draga ályktanir
af í einu vetfangi, ef sézt hefði. En víst er að minsta
kosti um það, að ekki getur nema annað þessarra atriða